• is

KVÍÐASTJÓRNUN FYRIR UNGLINGA

 

Rannsóknir sýna að kvíði meðal barna og unglinga fer vaxandi á milli ára. Börn og unglingar búa við stöðugt áreiti, kröfurnar um að stunda nám af kappi auk tómstunda eru miklar og nærveru þeirra er krafist á samfélagsmiðlum flestum stundum. Því er nauðsynlegt að búa yfir tækni til þess að jarðtengja sig og hlúa að huga og sál í gegnum hugleiðslur, öndun og líkamsæfingar. Á þessu námskeiði verða kynntar aðferðir Kundalini Jóga til að vinna bug á streitu og kvíða. Kenndar verða einfaldar öndunar- og hugleiðsluæfingar auk líkamsæfinga sem hjálpa til við að losa um spennu og auka blóðflæði um líkamann.  Þeir sem hafa upplifað kvíða vita að hann getur komið fyrirvaralaust og haft hamlandi áhrif á daglegt líf. Kvíðinn getur valdið einangrun og ótta sem eykst við álag og/eða áföll. Mikilvægt er að bera kennsl á líðan sína, taka á móti hugsunum, samþykkja þær og umfaðma í mýkt. Með þeirri mýkt stíga inn í tilfinningar sínar og losa um ótta m.a. með hjálp öndunar-, hugleiðslu- og líkamsæfinga. Öll eigum við það skilið að lifa í sátt og friði og finna ró innra með okkur. Námskeiðið hentar öllum á aldrinum 13 – 16 ára. Aðgengi er fyrir fatlaða. Kennt er á íslensku en leiðbeiningar þýddar yfir á ensku sé þess óskað. Kennari námskeiðsins er Lára Rúnarsdóttir. Lára útskrifaðist úr kennaranámi í Kundalini Jóga árið 2013. Hún er með B.Ed gráðu í kennslufræði og MA próf í kynjafræði auk þess að hafa starfað sem tónlistarkona síðan árið 2003.  *Meðvitund er um að ekki stendur öllum jafnt til boða að sækja svona námskeið sökum fjárhagslegrar stöðu og eru því í boði frí eða niðurgreidd pláss til þeirra einstaklinga sem mest þurfa á því að halda. Hafið samband við [email protected] fyrir nánari upplýsingar.

KVÍÐASTJÓRNUN FYRIR UNGLINGA MEÐ KUNDALINI JÓGA LJÓSHEIMAR, BORGARTÚNI 3, 4.HÆÐ

Skráning og fyrirspurnir í gegnum: [email protected]

NÁMSKEIÐ FYRIR STÚLKUR 13-16 ára 15.30 – 16.30 Þriðjudaga (6 skipti) 19.september – 24.október

Verð: 12.900*

NÁMSKEIÐ FYRIR DRENGI 13-16 ára 15.30 – 16.30 Fimmtudaga (6 skipti) 21.september – 26.október

Verð: 12.900*

 

Lára Rúnars – Official Website