Kvöld hinna glötuðu verka

glootudverk_2015Kvöld hinna glötuðu verka bjóða listamönnum að sýna verk sem hafa ekki verið sýnd áður af einni eða annarri ástæðu. Verk sem ekki enn hafa orðið að veruleika eða mögulega og hreinlega glatað verk. Fimmta Kvöld hinna glötuðu verka hefst kl 20:00 þann 27. nóvember 2015 í einbýlishúsi við Framnesveg 58B. Við munum rukka 1000 krónur inn og mun sá peningur renna óskiptur til listamannana sem taka þátt.

Listamenn sem munu sýna verk eru

Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Eva Ísleifs
Kata Inga
Leifur Ýmir Eyjólfsson
Ragnheiður Bjarnason
Samuel Gouttenoire

Áreynslulaust fæddist hugmyndin árið 2012, hún fæddist sérstaklega til að tileinka kvöldum týndu listinni, endurgerð verk sem ekki hafa verið sýnd á Íslandi eða verk sem ennþá er verið að vinna og er á tilraunastigi. Oftar en ekki hafa verkin verið gjörningar, líklegast vegna þess að gjörningar eru tímatengd verk, sem lifa oftar enn ekki bara í núinu og skilja einkum eftir sig upplifunina.

Þá má sérstaklega benda á að með þessum kvöldum viljum við skapa tíma og rúm fyrir eitthvað sem var og getur orðið aftur. Kvöldin eru hugsuð til umræðu og spekjúlósjón um myndlist og samhengi hennar. Þetta er allt spurning um Context.