Land&Saga – Sumarlandið 1.tbl. 1.árg. 2008

Lesa allar greinar í blaði

Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu

Sumarlandið – mannlíf og ferðaþjónusta á Íslandi 2008, er kynning á hluta af þeim ævintýralegu möguleikum sem standa ferðalangnum til boða á Íslandi í sumar. Í blaðinu er farið hringinn í kringum landið, stiklað á stóru og smáu í ferðaþjónustunni, til dæmis gistingimöguleikum frá fjörum til fjalla, veitingahúsum, verslunum með matvöru og bakaríium – því öll viljum við fá okkar ferska daglega brauð og gott að vita hvar hægt sé að nálgast þau. Þá eru skoðaðir ýmsir afþreyingarmöguleikar, eins og hestaferðir, gönguleiðir, siglingar, sjóstöng, skemmtileg söfn, fuglaskoðun, selaskoðun, dýragarðar og hinar ýmsu hátíðir sem verða í fjölmörgum sveitarfélögum í sumar. Einnig er rætt við sveitarstjóra, ferðmála- og upplýsingafulltrúa víða um land til að kynnast betur kostum hinna ýmsu sveitarfélaga með tilliti til búsetu, atvinnumála og ferðaþjónustu. Að auki lítum við inn hjá ýmsum forvitnilegum fyrirtækjum sem eru staðsett á landsbyggðinni og framleiða og flytja inn sérstæða og skemmtilega vöru. Markmið okkar er að hver sá sem ferðast um landið – núna þegar sumarið er komið fyrir alvöru, með sól og blíðu um allt land – hafi Sumarlandið við hendina til að uppgötva áður þekkta möguleika í ferðaþjónustunni og njóta þannig ferðarinnar enn betur en ella. Einar Þorsteinn Þorsteinsson

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu