Ljósmyndarýni á Ljósmyndahátíð Íslands

Ljósmyndarýni á Ljósmyndahátíð Íslands
14 – 16. janúar 2016

 
Staður: Sjóminjasafnið í Reykjavík – Borgarsögusafn
Föstudagur 15. janúar kl. 9:00 – 16:00
Laugardagur 16. janúar kl. 9:00 – 12:00
 
Boðið verður upp á ljósmyndarýni (Portfolio Review) á Ljósmyndahátíð Íslands dagana 15. og 16. janúar 2016. Að þessu sinni er rýnin haldin á Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8.
AOo-2138 icelandic times 
Ljósmyndarýni er 20 mínútna fundur þar sem ljósmyndari mætir með myndir sínar, ýmist á pappír eða rafrænt og sýnir viðkomandi rýnanda. Auk íslenskra sérfræðinga á sviði ljósmyndunar munu virtir erlendir rýnendur, sem ýmist eru sýningastjórar á söfnum og galleríum eða ritstjórar ljósmyndatímarita, veita íslenskum ljósmyndurum umsögn um verk þeirra. Sjá lista yfir rýnendur hér. 
 
Úthlutað verður í þriðja sinn úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937) og nemur styrkurinn 400.000 krónum. Minningarsjóðurinn er eini sjóður sinnar tegundar hér á landi og er tilgangur hans að styrkja ljósmyndun á Íslandi sem listgrein. Dómnefndin, sem samanstendur af hópi erlendra og innlendra rýnenda, mun velja úr hópi þátttakenda þann ljósmyndara sem þeim líst best á. Sá er fær flest atkvæði  hlýtur verðlaunin. Verðlaunafhendingin fer fram að lokinni ljósmyndarýni, laugardaginn 16. janúar kl. 12:30.
 
Allir sem greitt hafa greitt 17.500 kr. í þátttökugjald í ljósmyndarýni eru sjálfkrafa umsækjendur í Minningarsjóð Magnúsar Ólafssonar. Senda skal umsóknir á netfangið: [email protected], þar sem koma þarf fram nafn, heimilisfang og kennitala viðkomandi. 

Hér má sjá dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands.

Hér má lesa um Ljósmyndahátíð Íslands.