Lufthansa hefur flug til Íslands Umheimurinn opnast

Þýska flugfélagði Lufthansa kynnti fyrir skemmstu farþegaflug fjórum sinnum í viku til og frá Íslandi í gegn um Frankfurt og München, sem býður íslenskum ferðalöngum upp á fjölda nýrra möguleika til að komast til framandi áfangastaða um allan heim.

Christian schindler
Svæðisstjóri Lufthansa í Evrópu, Christian Schindler

Svæðisstjóri Lufthansa í Evrópu, Christian Schindler, segist sjá mikil tækifæri í flugi á Íslandi og að flugfélagið hugsi þjónustu við Ísland til lengri tíma litið. „Við erum mjög spennt fyrir því að bjóða íslenskum viðskiptavinum okkar beint flug í gegn um stærstu tengiflugvelli okkar. Þeir ná til fjölda spennandi áfangastaða í þjónustuneti okkar, en Frankfurt og München flugið er tímasett þannig að viðskiptavinir okkar frá Íslandi geta með góðu móti náð áframhaldandi tengiflugi til áfangastaða í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Asíu,“ segir Christian.

New Inflight Entertainment

Framandi áfangastaðir aðgengilegir     

Með viðkomu á þessum tengiflugvöllum Lufthansa opnast íslenskum flugfarþegum dyr að 190 áfangastöðum í Evrópu og víðsvegar um heim, í alls 76 löndum, en sem dæmi um áfangastaði má nefna Tókýó, Hong Kong, Bangkok, Jakarta, Delhi, Rio de Janeiro, Buenos Aires, Sao Paulo, Bogota og Jóhannesarborg. Þökk sé aðild Lufthansa að Star Alliance flugbandalaginu þarf aðeins að innrita farangur einu sinni við brottför. Frankfurt flugvöllurinn er fjögurra stjörnu flugvöllur og þjónar yfir 60 milljónum flugfarþega á ári.

Fast Lane for Premium customersFlugið hefst 2. maí og lýkur 26. september. Frankfurtflugið verður á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum í Airbus A319 og A320 vélum, en München flugið verður á sunnudögum. Christian bendir einnig á að allt langflug frá Frankfurt og München verði í nýjum vélum með öllum mögulegum aukabúnaði.

Economy Class

Nýjir ferðamannastraumar

Christian á von á því á sama tíma að nýjir ferðamannastraumar til Íslands verði til, þar sem flugleiðirnar frá Frankfurt og München opni fyrir ferðalög til Íslands frá þeim áfangastöðum sem tengiflugvellirnir þjóna og nefnir hann meðal annars að fjöldi ferðamanna frá Asíu, Miðausturlöndum og Eyjaálfu gæti þannig aukist.

Áhuginn á Íslandi er mikill að sögn Christian, en í fyrstu stóð til að aðeins yrði flogið tvisvar í viku, en þau hafi öll verið uppbókuð fljótt og því hafi tveimur til viðbótar verið bætt við. „Við finnum virkilega fyrir því að Ísland er vinsæll áfangastaður um þessar mundir. Grófgert landslagið, hverirnir, heitu lónin og margt annað gera Ísland að einstökum áfangastað svo ekki sé n ú talað um frábæra matinn,“ segir Christian.

New Arrival Service

Óhræddur við samkeppni

Christian segist óhræddur við samkeppni á markaði og á von á að Lufthansa muni vaxa ört og geti aukið við flugið þegar á líður. Áætlanir séu um að lengja sumartímabilið í fyrstu og þegar til lengri tíma sé litið verði möguleikinn á flugi allan ársins hring skoðaður.

1019_02_1477k„Fólk mun alltaf vilja ferðast og til þess þarf það að hafa sanngjarna og áhugaverða valkosti. Við erum auðvitað í samkeppni við önnur flugfélög á öllum okkar flugleiðum og erum því vön samkeppninni. Við bjóðum hins vegar upp á mjög samkeppnishæft verð og hágæða þjónustu sem segir sína sögu og erum við því viss um að íslenskir viðskiptavinir muni taka vel í þjónustu okkar,“ segir Christian.

Gæði og samkeppnishæft verð er eitthvað sem Christian segir Lufthansa leggja mikið upp úr og bendir á að fyrstu og ódýrustu sætin fram og til baka kosti aðeins rúmlega þrjátíu þúsund krónur og í þeim sé allt innifalið, þar á meðal matur og farangursgjald. „Fólk sem hefur flogið með okkur veit að hverju það gengur og höfum við þannig mikla trú á þessari nýju þjónustu okkar við Íslendinga,“ segir Christian að lokum.