Markmiðið er að skapa ný atvinnutækifæri og draga úr fátækt

Markmiðið er að skapa ný atvinnutækifæri og draga úr fátækt
Alberto de Sousa Costas forseti mannúðarsamtakanna On Guard for Humanity segir sóknarfæri íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndunum nær ótakmarkaða

IMG_2427Gátt til útlanda má segja að sé yfirskriftin á lokaðri ráðstefnu sem haldin verður hér á landi 16. október næstkomandi. Að ráðstefnunni standa íslenska vatnsútlutningafyrirtækið Brúarfoss og kanadísku fyrirtækin DeSC International og On Guard for Humanity. Markmiðið er að kynna íslenskum fyrirtækjum þó sóknarfæri sem felast í aðstoð við og uppbyggingu í þriðja heims ríkjum og flóttamannabúðum víða um heim. Brúarfoss er nú þegar í samstarfi við kanadisku fyrirtækin um útflutning á vatni í gámum til þessara svæða og verða fyrstu gámarnir sendir af stað frá Íslandi þann 15. október.
DeSC International er ráðgjafafyrirtæki sem tók að sér að skila inn umsókn um umhverfiskvóta fyrir Brúarfoss til CDM (Clean Development Mechanism sem er skilgreint í 12. grein Kyoto bókunarinnar) og í þeim tilgangi að endurskipulegga fyrirtækið á þann hátt sem krafist er til að geta flutt út vatn í miklu magni til flóttamannabúða víða um heim.
On Guard for Humanity eru hjálparsamtök sem hafa veitt flóttamannabúðum aðstoð, einkum með því að útvega það sem til þarf frá fyrirtækjum um allan heim. Alberto de Souca Costas er forseti beggja fyrirtækjanna og segir hann að vatnsskortur í þriðja heims rikjum og flóttamannabúðum hafi opnað risastórt tækifæri fyrir Brúarfoss til að flytja út vatn og um leið láta gott af sér leiða.
HE WITH MAYOR OF REYKAVYIKÓtal verkefni í þróunarlöndunum
„Ég er forseti beggja stofnananna,“ segir de Alberto, „en þær eru algerlega aðskildar. Þær hafa ólíkan tilgang og lagaramma og það sitja ekki sömu aðilar í stjórnum þeirra. Þær deila forseta en allt annað er ólíkt og hvorug stofnuninn selur hinni nokkurn skapaðan hlut. Þetta er algerlega gegnsætt.
Við áttuðum okkur á því að það væri hægt að flytja út vatn frá Íslandi í mannúðarskyni. Það er nefnilega ekki hægt að flytja vatn frá hvaða landi sem er. Þar sem aðstoð við þróunarríki og flóttamannabúðir fer í gegnum Sameinuðu þjóðirnar, þarf sú þjóð sem tekur þátt í verkefni að þessu tagi að vera á lista sem heitir Annex 1 og hafa undirritaðog staðfest Kyoto bókunina. Þau eru skilgreind sem iðnaðarríki og geta veitt aðstoð í þeim þróunarlöndum sem einnig hafa undirritað og staðfest Kyoto bókunin. Við buðum Brúarfossi að aðstoða þá við skipulagningu og innri uppbyggingu samkvæmt aðferðarfræði sem við köllum „The Ripple Model,“ verkefnisnálgun á umhverfiskvóta sem við eigum einkaleyfi á.
Það er alveg sama til hvaða þróunarlands þú ferð í dag, hvort það er ríkt eða fátækt, þau eru öll að leita að fjármagni til að byggja upp sitt samfélagskerfi. Því miður, fyrir þessar þjóðir, er ekki lengur hægt að fá styrki úr sjóðum frá Þróunarbankanum, Alþjóðabankanum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Slíkir sjóðir eru ekki lengur til. Það sem þær geta hins vegar gert, er að skapa verkefni sem skila umhverfiskvóta. Þar skiptir mestu að draga úr notkun jarðefna-eldsneytis, þannig að við erum að tala um endurnýtanlega orku. Í þessum löndum eru í boði ótal verkefni sem skapa þeim stærri umhverfiskvóta og það eru þau verkefni sem við beinum sjónum okkar að. Við skoðum verkefnin til að kanna hvað sé hægt að gera, hvort þau skili umhverfiskvóta eða ekki. Úr öllum þeim fjölda verkefna sem liggja fyrir, stöndum við kannski uppi með tíu verkefni sem raunhæft er að álíta að uppfylli öll skilyrði um umhverfiskvóta.“
IMG_2727Engin stjarnfræðivísindi en…
Vissulega þarf ýmislegt fleira en endurnýtanleg orka að koma til svo hægt sé að skapa það sem ég kalla heildstæð verkefni sem skila umhverfiskvóta. Og við erum ekki að tala um lítil verkefni, heldur risastór verkefni. Til þess að taka þátt í þeim verkefnum þarf að uppfylla þrjú skilyrði: Draga úr þörfinni fyrir jarðefna-eldsneyti, skapa ókynbundin atvinnutækifæri í þróunarríkjunum sem felur í sér jöfn tækifæri fyrir alla og að mælanlega dragi úr fátækt. Þetta eru markmið okkar.
Þetta eru engin stjarnfræðivísindi, en þetta er ferli sem er bæði tímafrekt og flókið. Á þessum forsendum undirrituðum við samning við Brúarfoss um að kaupa vatn af fyrirtækinu til að flytja það til svæða í heiminum sem þurfa mest á því að halda.
Til þess að koma vatninu á áfangastað þurfum við að finna áreiðanlega kaupendur erlendis. Í því skyni fundum við sérfræðifyrirtæki sem hafa verið könnuð í þaula og sérstaklega valin. Landið sem fær vatnið borgar ekki krónu fyrir það og fær aldrei krónu af þeim peningum sem lagðir eru í verkefnið, heldur gerum við viðskiptasamning við áreiðanlega kaupendur og þeir sjá síðan um að koma vörunni á leiðarenda. Þetta er nauðysnlegt vegna þeirrar sorglegu staðreyndar að mörg (en ekki öll) af þeim löndum sem fá styrki til verkefna, nota peningana í eitthvað allt annað en þau verkefnin sem þeir voru ætlaðir til. Við fjármálahrunið 2008 má segja að bankar um allan heim hafi vaknað upp við vondan draum og vitkast hvað þetta varðar.
Þetta er aðeins nefnt brot af því sem taka þarf með í reikninginn til þess að fullklára verkefni í þróunar- og flóttamanna-aðstoð. Markmiðið með ráðstefnunni er að fá eins mörg fyrirtæki og hægt er frá Íslandi til þess að taka þátt í nokkrum risastórum verkefnum í þessum löndum. Fyrirtækin sjálf þurfa ekki að vera stór; þau geta verið lítil eða meðalstór með góðan orðstir. Jarðhitafyrirtæki væri gott dæmi. Við erum með verkefni í nokkrum löndum þar sem eru aðstæður til þess að nota jarðvarma. En við erum einnig að skoða önnur svæði sem þurfa á endurnýjanlegri orku að halda.“
biggiKyoto bókunin skilyrði
„Það sem við fáum ekki á Íslandi, sækjum við til Evrópu, aðallega til Evrópusambandsins. Í þessari blöndu af fyrirtækjum sem við skiptum við eru örfá kanadísk fyrirtæki sem eru með starfsstöðvar í Evrópu. Eins og allir vita þá dró Kanada sig alfarið út úr Kyoto bókuninni í desember síðastliðnum og Bandaríkin hafa ekki staðfest sáttmálann. Kanadísk fyrirtæki eiga því ekki möguleika á að sækjast eftir þessum verkefnum nema þau hafi starfsstöðvar í Evrópu. Þess vegna urðum við að finna ásættanlega blöndu fyrirtækja frá ýmsum löndum til þess að uppfylla kröfur þeirra sem fjármagna verkefnin og þeirra mannúðarsamtaka sem styðja okkur. Þetta snýst sem sagt ekki bara um að kaupa vatnið. On Guard for Humanity þarf að tryggja að vatnið komist alla leið til flóttamannabúðanna.
Ráðstefnan sem við höldum á Íslandi er gríðarlega áhugaverð. Aðalræðumaður hennar er Herra John Agyekum Kufour, fyrrum forseti lýðveldisins Ghana. Hann er stjórnarformaður Sanitation and Water for All sem er samstarfsverkefni Alþjóðabankans og Unicef. Hann er einnig stjórnarformaður JAK mannúðarstofnunarinnar. Hún einbeitir sér aðallega að Afríku þar sem möguleikarnir á verkefnum af því tagi sem við veljum eru ótakmarkaðir. Afríka hefur allt til að bera til að hrista af sér nýlendufortíðina og koma sér inn í 21. öldina.“

IMG_2498Skapar einnig atvinnu á Íslandi
„Í samvinnu við Brúarfoss eygðum við möguleikana á að fá fleiri íslensk fyrirtæki til liðs við okkur, vegna þess að vatn skapar í sjálfu sér ekki umhverfiskvóta. Hann næst eingöngu með verkefnum sem unnin eru í þróunarlöndunum. Hins vegar eru verkefni af þessu tagi atvinnuskapandi á Íslandi. Ef við tökum bara Brúarfoss sem dæmi þá þarf innra skipulag að ganga upp. Það þarf að koma vatninu í þar til gerðar umbúðir, flytja það með vörubílum í skip og ferja það síðan til útlanda.
Þegar við tókum þetta verkefni af okkur, veltum við því fyrir okkur hvort það væri framkvæmanlegt. Aðaláhyggjuefni okkar var hvort það hefði skaðvænleg áhrif að taka allt þetta vatnsmagn frá Íslandi og flytja það til annarra landa. Við fengum þau svör frá ráðuneytinu að það væri ekki vandamál. Við höfum í einu og öllu farið eftir umhverfislögum og –reglum. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur þar sem útflutningur á vatni í stórum stíl er hreinlega bannaður í mörgum löndum. Það er mjög pólitískt spursmál og við blöndum okkur alls ekki í það. Ástæða bannsins er sú að stórar fyrirtækjasamsteypur eiga hagsmuna að gæta vegna útflugnings á vatni í flöskum. Sem betur eru til lönd sem ekki hafa tekið þann pól i hæðina. Ísland er eitt þeirra, sem og Nýja-Sjáland og Chile, auk eins eða tveggja Skandinavíurikja.“
IMG_2780Mannúðarsjónarmiðið mikilvægt
„Þegar við áttum okkur á því að í heiminum er 1.1 milljarður manna sem hefur aldrei smakkað hreint vatn, sjáum við hvað vandinn er mikill. Við reynum að útskýra hvað það þýðir en það er svo auðvelt að horfa á þessa tölu eins og hverja aðra tölfræði. Það er svo erfitt að skilja, nema sjá með eigin augum, þjáningar þeirra sem veikjast af sjúkdómum sem berast með menguðu vatni – og deyja jafnvel úr þeim.
En það er ekki nóg að gefa fólki vatn að drekka. Á ráðstefnunni í Reykjavík ætlum við ekki aðeins að ræða vandamálin og hvað Ísland getur lagt fram til að draga úr neyðinni. Markmiðið er að skapa ný atvinnutækifæri til að draga úr fátækt í þeim löndum sem við eru að flytja vantið til. Í þvi liggur sóknarfærið.
Sú staðreynd að JAK stofnunin, sem er ein fremsta mannúðarstofnun í heimi, vill vinna með okkur er ekkert annað en stórkostlegt! Bara það að herra John Agyekum Kufour skyldi koma til okkar og óska eftir því að fá að flytja erindi um Afríku er mikil lyftistöng. Hann sá þetta sem mjög jákvætt tækifæri til þess koma framtíðarsýn fyrir Afríku á framværi – og við erum ákaflega hreykin af því.
Brúarfoss verkefnið skipti ákaflega miklu máli fyrir okkur. Þar á bæ hafa menn lyft grettistaki og það sem mér finnst svo vænt um er að þetta snýst ekki bara um „bisnes“ hjá þeim. Mannúðarsjónarmiðin eru ríkur þáttur í allri framkvæmdinni – annars væri þetta ekki mikils virði.“
IMG_2532Við getum raunverulega hjálpað fólki
„Ég er fremur jarðbundinn maður er yfirleitt ekkert upprifinn út af ráðstefnum. En þessi ráðstefna hefur gripið mig föstum tökum af mannúðarástæðum. Við getum raunverulega hjálpað fólki sem þarf á því að halda. Mér finnst eins og ég hafi fundið fólk sem skilur staðreyndirnar á bak við tölfræðina, fólk sem vill gera eitthvað í stað þess að sitja bara og ræða vandamálið.
Það búa 43.6 milljónir manna í flóttamannabúðum víðs vegar um heiminn. Það eru fleiri en íbúar Kanada. En þegar maður sér þessa tölu í skýrslu, er hún bara tölfræði. Það deyja eitt þúsund og fjögur hundruð börn undir fimm ára aldri daglega vegna skorts á herinu vatni. Þetta eru sláandi tölur á pappír en þegar við lesum þær í okkar þróuðu löndum er vandinn svo langt í burtu. Við höfum ekki hugmynd um hvernig stór hluti mannkynsins lifir – og hversu heppin við erum að búa þar sem við búum. En þegar öllu er á botninn hvolft erum við öll hluti af sömu keðju. Við erum öll manneskjur.
Markmið okkar með því að fá íslensk fyrirtæki til samstarfs við okkur er að draga úr fátækt. Með því að draga úr fátækt, drögum við úr borgar-óeirðum og enn meiri skelfingu í þessum heimi. Ég vitna oft til orða Móður Teresu máli mínu til stuðning: Með því að hjálpa aðeins einni manneskju, ertu að gera skyldu þína.
Ráðstefnan 16. október verður fyrsta ráðstefna sinnar tegundir á Íslandi. Með henni viljum við vekja athygli á aðstæðum stórs hluta mannkynsins – en við viljum fyrst og fremst vekja athygli á þeim tækifærum sem eru til staðar til að láta gott af sér leiða.
IMG_1061Það er ekki verið að biðja neinn um að gefa vinnuna sína. Allir sem taka þátt í verkefnum af þessu tagi fá greitt. Peningarnir fara aldrei til landanna sem verið er að hjálpa eða byggja upp, heldur til fyrirtækjanna og fólksins sem vinnur að uppbyggingunni. Eins sorglegt og það er, þá er það staðreynd að ef löndin sem þurfa á þessari uppbyggingu að halda fengju peningana í hendur, færu þeir oftar en ekki í eitthvað allt annað en verkfnin sem þeir áttu að fara i. Sem er ein meginástæðan fyrir því hvað mannúðaraðstoð hefur oft reynst erfitt. Bara sú einfalda staðreynd að sjá til þess að hjálpin berist þeim sem þurfa á henni að halda.
Við höfum fundið leið til að tryggja að það gerist og ef okkur tekst að byggja upp skipulag og kerfi í þessum löndum sem skapa atvinnu og auka lífsgæði, þá er fólkið hamingjusamara og minni hætta á óróa. En til þess vantar okkur fyrirtæki og mannskap sem getur syrkt innri stoðir þessara land, þjálfað fólk til að vinna hin ýmsu störf og kenna því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.