Midborgarposturinn Menningarnott 2018

Midborgarposturinn Menningarnott 2018 Magazine

Skoða PDF skrá

Eirikur Einarsson, ritstjóri

Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. Það verður mikið um dýrðir að venju, leikarar, dansarar og fjöllistafólk verða með uppákomur og íbúar bjóða víða uppá dagskrá í húsagörðum og sundum.
Setning Menningarnætur í ár fer fram á hinu nýja Hafnartorgi með pompi og prakt. Boðið verður upp á lifandi tónlist og gefst gestum og gangandi tækifæri til að kynna sér svæðið í kringum Hafnartorg og skoða sýningu af svæðinu þegar framkvæmdum lýkur.
Meðal atriða má nefna Toppinn þar sem efstu hæð bílastæðahússins við Hverfisgötu 20 verður umbreytt í “lounge rooftop bar”.Í stað bíla verður fólk, í stað ryks verða plöntur, og í stað umferðarniðs verður dönnuð housetónlist.

Skoða PDF skrá