Öræfasveit

Öræfasveit – Ljósmyndir Friðþjófur Helgason

Öræfasveit, Öræfi áður Litlahérað er vestasta sveitin í Austur-Skaftafellssýslu, milli Breiðamerkursands og Skeiðarár, austan við Kirkjubæjarklaustur og sunnan Öræfajökuls. Á miðöldum var þessi sveit kölluð Hérað eða Litlahérað en hún fór í eyði í kjölfar eldgoss í Öræfajökli árið 1362 og vatnsflóðs sem því fylgdi og var eftir það kölluð Öræfi.