• is

Garðheimar

Fyrirtækið Gróðurvörur ehf. var stofnað 30. september 1991 þegar verslunar og heildsöluhluti Sölufélags Garðyrkjumanna var seldur til einkaaðila. Árið 1999 flutti fyrirtækið að Stekkjarbakka 6 í Reykjavík og verslunin Garðheimar opnaði. 

Í Garðheimum er stefnan að bjóða upp á allt sem tengist grænum lífsstíl, blóm, skreytingar, gjafavörur, plöntur, gæludýavörur, sælkeravörur, kaffihús, auk véla, áhalda og ræktunarvaranna sem áður voru. 

Blómabúð Garðheima státar af gífurlega fjölbreyttu úrvali afskorinna blóma. Boðið er uppá uppá vandaða og góða framleiðslu íslenskra ræktenda, en auk þess flytur verslunin inn í beinu flugi í hverri viku, „öðruvísi“ afskorin blóm til að auka fjölbreytnina.

Tækjaleiga Garðheima er staðsett í tækjadeildinni.  Leigan þjónustar einstaklinga, garðverktaka, sveitarfélög, skógræktarfélög og smærri fyrirtæki.

 

Related Articles

  garðyrkjustöðin flóra

  Garðyrkjustöðin Flóra

  Garðyrkjustöðin Flóra

  Garðyrkjustöðin Flóra hét áður Garðyrkjustöð Ingibjargar. Grunninn að garðyrkjustöðinni lögðu foreldrar Ingibjargar, þau...

  Gróðrarstöðin Storð

  Gróðrarstöðin Storð

  Gróðrarstöðin Storð framleiðir og selur allar gerðir garðplantna, tré, runna, rósir, fjölærar plöntur, sumarblóm og matj...

  Gróðrarstöðin Heiðarblómi

  Gróðrarstöðin Heiðarblómi

  Gróðrarstöðin Heiðarblómi er staðsett á Stokkseyri. Plönturnar í gróðrarstöðinni eru nær eingöngu ræktaðar á staðnum. Þa...

  Torf.is

  Torf.is

  Verkefni Torf.is hafa verið fjölbreytt í gegnum árin. Þau hafa tyrft þúsundir af lóðum við heimahús, sumarbústaði, skóla...


Stekkjarbakki 4-6 109 Reykjavík

540 3300

[email protected]

www.gardheimar.is


Opið virka daga frá 9:00-21:00 og um helgar frá 10:00-21:00


CATEGORIES

NEARBY SERVICES