Guðmunda Andrésdóttir (1922-2002)

Guðmunda Andrésdóttir (1922-2002) 

Guðmunda Andrésdóttir er einn helsti fulltrúi abstraktlistarinnar í íslenskri myndlist.  Hún tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem ryður abstraktlistinni braut á sjötta áratugnum og þróaði á listferli sínum persónulega og heildstæða listsköpun, sem markar henni skýra sérstöðu í íslenskri myndlist. Guðmunda hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1956, sem einkenndist af oddhvössum formum í hreinum og skærum litum í anda konkretlistar. Á Haustsýningu Félags íslenskra myndlistarmanna árið 1969 kvað við nýjan tón í verkum hennar þar sem hringir og hreyfing eru orðin aðalmyndefnið. Hringformið var þá komið til að vera í list Guðmundu. Árið 1974 fann Guðmunda sinn fasta sýningarvettvang þegar Septem-hópurinn hóf sýningarhald, sem varð árviss viðburður til loka níunda áratugarins. Guðmunda var út nefnd borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1995. Sjá meira hér

 

Glími stöðugt við abstraktið 

Guðmunda Andrésdóttir listmálari er hæglát kona og fáorður listamaður. Henni líkar betur að láta verk sín tala til áhorfandans en útskýra þau með málskrúði. Málverk hennar frá löngum listferli hafa nú fengið mál á yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum sem MenningarmálanefndReykjavíkurborgar hefur efnt til.

Guðmunda Andrésdótthóf myndlistarnám árið 1945 er hún hélt til Stokkhólms til náms við Konstfachskolan og síðan við málaraskóla Otto Skjöld. „Ég var þarna í tvö ár en var svo heima í nokkur ár þar til ég hélt til Parísar árið 1952. Akademie- Ranson hét skólinn þar.”
Guðmunda hafði þá tekið þátt í samsýningu September-hópsins svokallaða þar sem abstraktmálverk héngu á veggjum Listamannaskálans og hneyksluðu þjóðina. Klessuverk kölluðu sumir slíka list. í hópi þessara „klessumálara” voru m.a. Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson og Jóhannes Jóhannesson. Sjá meira hér

„Við vildum
halda hópinn..”

Septem-hópurinn varð til árið 1974, þegar sjö myndlistarmenn tóku sig saman og efndu til sýningar í Norræna húsinu. Það hefur örlað á þeim misskilningi að þessi hópur væri nokkurskonar endurlífgun gömlu Septembersýningarinnar frá árinu 1947, en svo er ekki, þrátt fyrir það að kjarni hópsins er að nokkru sá sami. Margir af fyrri félógum eru látnir, einn fluttur úr landi, aðrir hafa bæst í hópinn. Einn úr Septem-hópnum er Valtýr Pétursson og sagði hann ástæðuna fyrir þessu nafni vera að upphaflega hefðu þeir verið sjö, sem Septem-hópinn stofnuðu, en síðan hefði einn bæst í hópinn svo nú væru þeir átta.   Sjá miera hér

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES