Ívar Brynjólfsson ljósmyndari

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 19. febrúar kl. 12

Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns Íslands flytur fyrirlestur um ljósmyndun sína á íslenskum kirkjum, kirkjugripum og minningarmörkum.

Ljósmyndunin hefur haldist í hendur við útgáfu ritraðar um kirkjur Íslands sem fjallar um friðaðar kirkjur á Íslandi. Árið 2018 kom út síðasta bindið ritröðinni, hún telur 31 bindi og fjallar um samtals 216 friðaðar kirkjur. Ívar hefur tekið flestallar ljósmyndirnar í útgáfunni og því heimsótt um 200 kirkjur og kirkjustaði um allt land. Í fyrirlestrinum segir Ívar frá vinnunni og þeim áskorunum sem blasa við þegar mynda á þessa dýrgripi íslenskrar kirkjusögu.

Fyrirlesturinn er í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og öllum opinn. Verið velkomin.

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS SAFNAHÚSIÐ
SUÐURGATA 41 HVERFISGATA 15
101 REYKJAVÍK 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 530-2200 SÍMI: 530-2210

RELATED LOCAL SERVICES