Landmótun

Landmótun

Landmótun er teiknistofa landslagsarkitekta sem var stofnuð 1994. Stofan veitir alhliða ráðgjöf á skipulags- og hönnunarsviði, vinnur mat á umhverfisáhrifum, auk þess sem starfsmenn hafa víðtæka reynslu í verkefnisstjórnun og áætlanagerð. Stofan leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og umhverfisstefnu í anda sjálfbærrar þróunar.

Landmótun hefur unnið fjölmörg skipulagsverkefni s.s. svæðaskipulag fyrir miðhálendi Íslands, aðal- og svæðisskipulög fyrir sveitarfélög ásamt ótal verkefnum á deiliskipulagsstigi.

Starfsmenn Landmótunnar hafa mikla reynslu á sviði hönnunar opinna svæða og stofnanalóða, ásamt gerð útboðsgagna. Landmótun hefur meðal annars hannað umhverfi snjóflóðavarna, útivistasvæði, almenningsgarða, kirkjugarða, torg og stræti, lóðir fyrirtækja, stofnanalóðir, lóðir skóla, leikskóla og íbúðarhúsa. Stofan hefur einnig séð um eftirlit með framkvæmdum fyrir Reykjavíkurborg á skóla- og leikskólalóðum frá árinu 2001.

RELATED LOCAL SERVICES