Handrit

Leiðsögn með sérfræðingi Landsbókasafns – Háskólasafns

Sunnudaginn 24. september kl. 14 mun Gunnar Marel Hinriksson, sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, veita leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 

Gunnar mun sértaklega fjalla um þau verk á sýningunni sem tengjast galdri og 17. öld en einnig mun Jón lærði Guðmundsson koma við sögu. Jón er í sviðsljósinu nú um stundir og mörg handrita hans eru geymd á handritasafni Landsbókasafns. Ágætar líkur eru á draugagangi.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

RELATED LOCAL SERVICES