LISTAVERKABÓK: MYNDLISTARFÉLAGIÐ 1961-1970

LISTAVERKABÓK UM MYNDLISTARFÉLAGIÐ 1961-1970.  Útgáfuár 1998

Saga íslenskrarmyndlistar er afar stutt saga. Ég hef tilfinningu fyrir því að þessi saga sé of stutt og of stormasöm til þess að hægt sé að leggja á hana hlutlægt mat og skrifa hana á þann hátt að viðundandi geti talist. Dingullögmálið er oft ríkjandi þáttur í þjóðarsálinni og mönnum hættir við að kastast á milli öfga. Menn eiga í erfiðleikum með að rata hinn gullna meðalveg og fjalla um málin á hlutlægan og heiðarlegan hátt.” Svo segir Gunnar Dal rithöfundur og heimspekingur í formála nýrrar listaverkabókar,sem hann og Sigurður Kr. Arnason málari hafa gefið út. Bókin fjallar um hóp þekktra listamanna sem yfirleitt nutu velgengni í þá veru að verk þeirra seldust vel á sýningum; listunnendur úr röðum almennings virtust hafa á þeim mætur, jafnvel aðdáun. Hinsvegar var það mat þessa hóps að hin opinbera listforsjá héldi honum úti í kuldanum; verk eftir þessa listamenn væru ekki keypt til safna og þeim væri ekki boðið að vera með þegar íslenzk myndlist var sýnd erlendis. Það væri reynt að þegja þennan hóp í hel.  Sjá meira hér

Listamaður                                                 Textahöfundur

Ásgeir Bjarnþórsson –                                Sturla Friðriksson.
Eggert Guðmundsson –                             Gunnar Dal
Eyjólfur J. Eyfells –                                    Ingólfur Eyfells.
Finnur Jónsson –                                        Indriði G. Þorsteinsson.
Freymóður Jóhannesson –                       Hilmar Jónsson.
Guðmundur Karl Ásbjörnsson –             Elísabet Zandomeni.
Guðmundur Einarsson frá Miðdal –      Kristín Guðnadóttir.
Gunnar Gunnarsson –                               Franzisca Gunnarsdóttir.
Gunnar Hjaltason –                                   Úlfur Ragnarsson.
Gunnfríður M. Jónsdóttir –                     Gísli Pálsson.
Helga Weisshappel Foster –                    Elísabet Weisshappel.
Helgi Guðmundsson –                              Svavar Guðmundsson.
Hörður Haraldsson –                                Gunnar Dal.
Höskuldur Björnsson –                            Halldór Höskuldsson,
(einnig eftir Guðmund frá Miðdal og Ríkarð Jónsson.
Jón E. Guðmundsson –                           Þórir Sigurðsson.
Jón Gunnarsson –                                    Lúðvík Geirsson.
Jutta Devulder Guðbergsson –              Edda María Guðbjörnsdóttir.
María H. Ólafsdóttir –                             Vilhjálmur Ó. Knudsen.
Nína Sæmundsson –                                Bryndís Kristjánsdóttir.
Ottó J. Guðlaugsson –                             Gunnlaugur A. Jónsson.
Olafur Túbals –                                         Margrét Björgvinsdóttir.
Pétur Friðrik –                                          Þórður B. Sigurðsson.
Ragnar Páll Einarsson –                         Borghildur Thors.
Ragnar Engilbertsson –                          Hermann Einarsson.
Ríkarður Jónsson –                                 Ólöf Ríkarðsdóttir.
Sigfus Halldórsson –                              Halldór Björn Runólfsson.
Sigríður Sigurðardóttir –                       Elías Mar.
Sigurður K. Arnason –                           Gunnar Dal.
Sveinn Björnsson –                                Matthías Johannessen.
Þorlákur R. Halldorsen –                      Halldór Halldorsen.
Þórdís Tryggvadóttir –                         Ólafur F. Hjartar og Gunnar M.Magn

Gunnlaugur Blöndal, einn stofnfélaga, er ekki með í bókinni.

 

Sjá fleiri greinar um myndlist og myndlistamenn sjá hér

FINNUR Jónsson: Þrjár sólir, 1967. Olía, 110×128. Þetta málverk var á sýningu Evrópuráðsins,Brautryðjendur Evrópulistar á 20. öld.

 

Á SÝNINGU MYNDLISTARFÉLAGSINS

Myndlistarfélagið var stofnað í Reykjavik haustið 1961. Forgöngumsnn um stofnun þess voru nokkrir hinna eldri myndlistarmanna. svo sem Guðmundur frá Miðdal, Gunnlaugur Blöndal, Finnur Jónsson, Eggert Guðmundsscn, Ríkharður Jónsson,Höskuldur Björnsson, Pétur Friðrik Sigurðsson og fleiri.
Ungir og róttækir myndlistarmenn höfðu þá látið að sér kveða og var lítil eining í röðum þess eina félags. sem þá var til, unz eldri mennirnir, klufu sig frá og stofnuðu Myndlistarfélagið. Allmargir yngri menn hafa síðan bætzt í hópinn Markmið stofnendanna var m.a. að halda árlega sýningu sem jafnan hefur farið fram að vorlagi og þá í Listamannaskálanum. Vikan júni 1966, sjá meira hér

Þessi bók fjallar eingöngu um Myndlistarfélagið og þá listamenn sem þar störfuðu. Laugardaginn 16. september 1961 komu saman í Tjarnarkaffi nokkrir myndlistarmenn til að stofna með sér félag sem þeir nefndu einfaldlega Myndlistarfélagið. Þessir menn voru: Finnur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Eyjólfur J. Eyfells, Sigurður Krisján Árnason, Sveinn Björnsson, Þorlákur R. Haldorsen, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Gunnfríður Jónsdóttir,Freymóður Jóhannsson, Höskuldur Björnsson, Jón E. Guðmundsson, Þórdís Tryggvadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Eggert Guðmundsson, Gréta Björnsson, Ólafur Túbals, Baldur Edwins, Guðmundur Karl Ásbjörnsson og Pétur Friðrik Sigurðursson. Nokkrir listamenn bættust síðar í hópinn. Tilgangur félagsins var að efla vöxt og viðgang íslenskra lista innan lands og utan. Að halda sameiginlegar listasýningar og taka þátt í sýningum erlendis. Að veita listamönnum stuðning til einkasýninga. Félagar gátu þeir einu orðið sem gerðu myndlist að aðalstarfi.

Útgáfuár 2014-  blaðsíðufjöldi 320

 

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES