frá hönnunarsýnigunni innblásið af Aalto

Opnun hönnunarsýningarinnar Innblásið af Aalto: með sjálfbærni að leiðarljósi

Hönnunarsýningin tekur fyrir húsgagna- og aðra innanhússhönnun eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto, sem og valda meistarahönnuði sem hafa starfað undir áhrifum frá Aalto. Allir hönnuðir á sýningunni eiga sammerkt að hafa unnið fyrir hönnunarfyrirtækið Artek, sem Alvar Aalto var meðstofnandi að árið 1935. Markmiðið með sýningunni er ekki bara að kynna hina einstöku hönnun Aalto, heldur einnig framsýnar hugmyndir hans um gæði, sjálfbærni og sambandið milli góðrar hönnunar og betra samfélags.

Sýningarstjóri er Ben af Schulten

Hönnun eftir/frá
Alvar Aalto
Aino Aalto
Ilmari Tapiovaara
Juha Leiviskä
Woodnotes (Harri Koskinen, Ilkka Suppanen, Raffaella Mangarotti, Ritva Puotila, Ulla Koskinen)
Brita Flander
Marita Lybeck
Nikari (Jenni Roininen, Kari Virtanen, Rudi Merz)
Ben af Schulten
Konstantin Grcic
Ronan and Erwan Bouroullec
Johanna Gullichsen

Mynd af stól

Sýningin opnar fimmtudaginn 1.mars kl.16:30

Dagskrá
16:30 Sýningarrýmið opnað
17:00 Ávörp
Mikkel Harder forstjóri Norræna hússins býður gesti velkomna.
Valtteri Hirvonen sendiherra Finnlands á Íslandi flytur ávarp.
Sýningarstjórinn Ben af Schultén kynnir sýninguna.

Sýningin er hluti af 50 ára afmælisdagskrá Norræna hússins. Finnska sendiráðið á Íslandi býður upp á léttar veitingar.

 

 

 

RELATED LOCAL SERVICES