Ragnar Hólm Ragnarsson

Ástríða í vatnslitum
RAGNAR HÓLM RAGNARSSON


Hér gefur að líta vatnslitamyndir eftir Ragnar Hólm Ragnarsson (f. 1962). Ragnar hefur málað vatnslitamyndir af mikilli ástríðu í um áratug og sótt námskeið bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur haldið tíu einkasýningar á Akureyri, eina á Dalvík og tvær í Reykjavík. Haustið 2016 var mynd eftir Ragnar Hólm valin til að vera ein af 250 evrópskum vatnslitamyndum á sýningu Franska vatnslitasambandsins í Avignon.


Einkasýningar:
Deiglan, Akureyri, Birtuskil, nóvember 2017
Menningarhúsið Berg, Dalvík: Ágúst 2016
Listhús Ófeigs, Reykjavík: Apríl 2016
Deiglan, Akureyri: Upprisa, október 2015
Mjólkurbúðin, Akureyri: Vetur að vori, apríl 2015
Háskólinn á Akureyri: Sitt sýninst hverjum, nóvember 2014
Populus tremula, Akureyri: Loftið & landið, júní 2014
Populus tremula, Akureyri: Dagur með Drottni, nóvember 2013
Jónas Viðar Gallerí, Reykjavík: Afmælissýning 5/50/150, desember 2012
Populus tremula, Akureyri: Afmælissýning 5/50/150, nóvember 2012
Gallerí LAK, Akureyri: Afmælissýning 5/50/150, október 2012
Populus tremula, Akureyri: Birtan á fjöllunum, maí 2011
Populus tremula, Akureyri: Sérðu það sem ég sé, mars 2010

Laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson aðra sýningu af þremur sem hann heldur nú í haust í tilefni af 5 ára afmæli dóttur sinnar, 50 ára afmæli sjálfs sín og 150 ára afmæli Akureyrarbæjar.

Að þessu sinni sýnir Ragnar í Populus tremula. Sjá meira hér 


Á skírdag kl. 14 opnar Ragnar Hólm sýningu á nýjum vatnslitamynd og málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Þetta er níunda einkasýning Ragnars sem hefur stigið fjörugan dans við listagyðjuna á síðustu árum en fyrstu sýningu sína hélt hann vorið 2010. Við opnunina á skírdag í Mjólkurbúðinni ætla Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein að leika létta tónlist af fingrum fram.

Á sýningunni er að finna röð vatnslitamynda af þekktum húsum í bænum en einnig landslagsmyndir, myndir tengdar fluguveiði og myndir af fólki. Titill sýningarinnar vísar annars vegar til þess að vetur breytist í vor en hins vegar til þess að á þessum árstíma er allra veðra von, stundum nái vetur konungur aftur tímabundið yfirhöndinni á vorin.  Sjá meira hér


RAGNAR HÓLM RAGNARSSON

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES