Sólskógar

Sólskógar

Gróðrarstöðin Sólskógar var stofnuð árið 1989.  Stofnendur og eigendur eru hjónin Gísli Guðmundsson og Katrín Ásgrímsdóttir.  Gróðrarstöðin var upphaflega byggð upp í Lönguhlíð á Völlum, Fljótsdalshéraði en var flutt á árunum 1993-1995 og stofnuð sem nýbýli að Kaldá á Völlum.

Straumhvörf urðu í rekstrinum þegar Sólskógar keyptu gróðrarstöðina í Kjarnaskógi á Akureyri, en þar hefur verið rekin gróðrarstöð síðan árið 1947. Sólskógar eiga einnig gróðurhús á Hjallaleyru 1 Reyðarfirði. Þar er rekin plöntusalan Blómahornið sem Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur sér um rekstur á.

Fyrirtækið er með plöntusölu á sumrin og einnig jólatráasölu í desember.  Fyrirtækið þjónustar fyrst og fremst Norður- og Austurlandi um garðplöntur.  Einnig framleiða Sólskógar skógarplöntur fyrir Norðurlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Vesturlandsskóga og Héraðs- og Austurlandsskóga.

 

 

RELATED LOCAL SERVICES