• en
 • zh-hans
 • fr
 • de
 • is

Húsið á Eyrarbakka

Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrásetja, varðveita og sýna muni er tengjast sögu Árnessýslu. Andlit safnsins er Húsið á Eyrarbakka. Húsið á Eyrarbakka sem byggt var árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn er í hópi elstu bygginga landsins og lengi vel merkt menningarsetur þar sem erlend áhrif gættu á margvíslegan hátt.

Byggðasafn Árnesinga tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum viðgerðum. Í Húsinu er lögð áhersla á að kynna sögu Hússins frá byggingarári til dagsins í dag.

Áfast við Húsið er viðbyggingin Assistentahúsið sem reist var árið 1881. Þar er Byggðasafn Árnesinga með sex ólíkar sýningardeildir þar sem fræðast má um vel valda þætti úr sögu héraðsins.

 

Aftan við Assistentahúsið er lítil bygging Eggjaskúrinn sem hýsir fugla- og eggjasafn í minningu Peter Nielsens faktors sem réði ríkjum í Húsinu á Eyrarbakka fyrir öld síðan.

Fyrir aftan Húsið eru þrjú lítil rauðmáluð útihús: Hjallur, fjárhús og fjós. Þau eru opin yfir sumartímann.

Related Articles

  The Culture House

  The Culture House

  The house was built in 1925 as community hospital. In 2003 it was thoroughly renovated and opened as Culture House for t...

  Vogabyggð

  Vogabyggð

  Pálmatré eftir Karin Sander sigurtillagan í Vogabyggð Pálmatré, tillaga þýska listamannsins Karin Sander, bar sigur úr ...

  Fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu

  Fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu

  Fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu Sunnudaginn 3. mars kl. 14 verður fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Ge...

  Minjasafn Austurlands (East Iceland Heritage Museum)

  Minjasafn Austurlands (East Iceland Heritage Museum)

  The East Iceland Heritage Museum was founded in 1943 and since then its aims has been to preserve the history of East Ic...


Eyrargata 50 820 Eyrarbakki

+354 483 1504

[email protected]

www.husid.com


Frá 1. maí til 30. sept. alla daga: 11.00 – 18.00 Eftir samkomulagi á öðrum tímum


CATEGORIES

NEARBY SERVICES