• is

Sex framúrskarandi fyrirtæki staðfest á DesignMatch!


– DesignMatch er í samstarfi við Arion Banka og fer fram þann 16. mars á HönnunarMars.

Á DesignMatch gefst íslenskum hönnuðum tækifæri til þess að hitta erlenda kaupendur, seljendur og framleiðendur. Umsóknarfrestur til 12. febrúar!

Á DesignMatch gefst einstakt tækifæri fyrir íslenska hönnuði til þess að kynna hönnun sína fyrir erlendum fyrirtækjum með það að markmiði að auka alþjóðleg tengsl og samstarf en kaupstefnan hefur einmitt leitt til samninga og samstarfs.

Staðfest fyrirtæki eru DesignHouse Stockholm, Tom Dixon, Pad Lifestyle, Vij5Nuovum og Thomas Eyck

DesignHouse Stockholm framleiðir skandinavíska hönnun og eru með verslanir víða um heim. Vöruúrval þeirra miðast að sígildri hönnun sem fellur að skandinavískum gildum.

Tom Dixon þarf varla að kynna fyrir áhugafólki um hönnun en margar af hans frægustu vörum spruttu af samstarfi við aðra hönnuði eins og Melt línan sem varð til í samstarfi við sænsku samsteypuna FRONT.

 

Thomas Eyck er hollenskt hönnunarfyrirtæki með eigin línu sem leggur áherslu á efnivið og framleiðslutækni ásamt gæðahönnun og hefur fyrirtækið unnið með fjölmörgum evrópskum hönnuðum, t.d. honum Brynjari Sigurðarsyni

 

Pad Lifestyle er verslun í Edinborg sem samanstendur af frábærum hönnunarvörum frá öllum heimshornum. Allt frá heimsfrægum alþjóðlegum vörumerkjum til sjálfstæðra hönnuða.

Nuovum rekur tvær verslanir í Barcelona með valda hönnunarvöru ásamt því að framleiða eigin línu í samstarfi við innlenda og alþjóðlega hönnuði.

Vij5 er hollenskt hönnunarstúdíó sem vinnur með ungum hönnuðum, bæði hollenskum og alþjóðlegum.

_

DesignMatch er í samstarfi við Arion Banka og fer fram 16. mars á HönnunarMars 2018.

Umsóknafrestur er til 12. febrúar á netfangið [email protected]

hönnunarmars logo