Sjókonur – sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð

Sjókonur – sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð
Opnun í Sjóminjasafninu í Reykjavík
5. júní kl. 17

Sjokonur 4Föstudaginn 5. júní kl. 17 verður opnuð ný og merkileg sýning í Sjóminjasafninu í Reykjavík sem rekur sögu íslenskra kvenna sem sóttu sjóinn, í fortíð og nútíð. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarsögusafns og Dr. Margaret E. Willson mannfræðings við háskólann í Washington í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna, frá upphafi byggðar til vorra daga. Sýningin byggir á áður óbirtum rannsóknum Dr. Willson en þær kollvarpa þeim hugmyndum sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið.
Að sögn Dr. Willson var stéttaskipting milli vinnumanna og kvenna í landi nokkuð skýr og var hlutur kvenna knappari en vinnumanna. Aftur á móti nutu konur sem sóttu sjó sömu kjara og réttar og karlmenn í sömu stöðu. Lagaákvæði um jöfn laun karla og kvenna, trúlega þau fyrstu í íslenskri réttarsögu, birtast í Alþingissamþykkt frá 13. júní 1720 um lausamenn, vinnuhjú og lausgangara. Þar segir: „Ef kona gjörir karlmannsverk með slætti, róðri eða torfristu, þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmann til slíkra launa.“ Þetta ákvæði sýnir að jafnræði kynja var meira til sjós en almennt í íslensku samfélagi.
Frásagnir af konum sem sóttu sjó markast ekki síst af hugdirfsku þeirra á sjó, útsjónarsemi og styrk. Heimildir greina frá aflsæknum konum og kvenkyns formönnum. Finna má frásagnir af konum sem fæddu börn úti á opnu hafi eða í flæðamáli rétt eftir lendingu. Þessi dæmi og fjölmörg fleiri benda til þess að sjósókn hafi verið eðlilegur hluti af lífi margra kvenna. Dr. Willson bendir á að þrátt fyrir fjölmörg dæmi í fortíð og nútíð um konur til sjós virðist almenningur í landi líta svo á að konur sé ekki að finna í þeim geira. Þó stunda fleiri konur sjóinn á Íslandi miðað við önnur iðnvædd ríki.
Dr. Willson ólst upp í fiskveiðisamfélagi í Oregon í Bandaríkjunum, sjálf stundaði hún sjómennsku á sínum yngri árum, meðal annars við strendur Ástralíu. Áhugi hennar á sjósókn íslenskra kvenna kviknaði fyrst fyrir um þrettán árum þegar hún dvaldi á Íslandi um nokkurra vikna skeið. Meðan á dvölinni stóð skoðaði hún Þuríðarbúð og varð gagntekin af sögu Þuríðar formanns, og má segja að þar með hafi vegurinn að frekari rannsókn verið lagður.
Sýningin er ein af 100 viðburðum sem borgin stendur fyrir í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi.
SEAWOMEN
The fishing women of Iceland , past and present


SEAWOMEN
 – the fishing women of Iceland, past and present
Reykjavík Maritime Museum
Opens June 5th at 17 (5 pm)

In June 2015 Icelanders celebrate the 100-year anniversary of women’s parliamentary right to vote. In the spirit of this occasion the Maritime Museum opens an exhibition on Friday  June 5th at 17:00 about Icelandic women at sea based on a research conducted by the anthropologist Dr. Margaret E. Willson.
Dr. Willson´s findings overthrow previous ideas about women’s participation at sea in Iceland, which is higher than ever imagined. She discovered through extensive historical and ethnographic research in Iceland that women have consistently worked at sea from the mid- 900s to the present day. This appears to be different from any other group of female fishers about whom a study has been done.
Dr. Willson’s research focuses on women who have worked in commercial fishing in Iceland, covering all kinds of fisheries. This research is based on rich historical material and also on interviews and discussions with almost two hundred Icelandic women who have worked at sea in the last several decades. A presentation of this research through an exhibit at the Reykjavík City Museum, will bring new and exciting perspectives for both Icelanders and for visitors in Iceland. A book on the subject comes out in the fall of 2015.

Margaret E. Willson graduated with a doctorate from London School of Economics and has done various anthropological researches throughout the years. She wrote the book Dance Lest We All Fall Down: Breaking Cycles of Poverty in Brazil and Beyond, after living and working in Brazil where she advocated for girls education. For the past few years she has taught seminars at the University of Washington regarding fringe societies and gender education.