Sumarsólstöðuganga í Viðey

Sumarsólstöðuganga í Viðey
Fimmtudaginn 21. júní verður efnt til sólstöðugöngu í Viðey í tilefni af því að þá er sólargangur lengstur hér á norðurhveli jarðar. Þór Jakobsson veðurfræðingur og einn af upphafsmönnum þessarar göngu mun segja frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Gerður Kristný verður með hugvekju í tilefni dagsins. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, leiðir gönguna.
Gengið verður um sögulegar slóðir á vesturhluta Viðeyjar og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti til að gæða sér á við varðeldinn og þar mun söngvarinn knái Jón Svavar Jósefsson stýra fjöldasöng sem allir taka undir. Gönguleiðin er hæfileg, gengið er að mestu leyti á sléttu undirlagi en mælt er með góðum skóm og skjólgóðum jakka.
Siglt verður frá Skarfabakka kl. 20:00 og til baka ekki seinna en 23:00.
Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.550 kr. fyrir fullorðna, 1.400 kr. fyrir eldri borgara og 775 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt.
Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna.

Guided Summer Solstice Walk on Viðey Island
Thursday June 21st there will be a guided summer solstice walk on Viðey Island. Spoken language is Icelandic.
The walk will take you through a scenic trail on the western part of the Island Viðey. Þór Jakobsson meteorologist will enlighten guests about the solstice and its traditions and the poet Gerður Kristný will read an inspiring poem. The Museum Director Guðbrandur Benediktsson will lead the walk. There will also be a bonfire and sing along so bring some snacks. The trail is adequate for most people but it is recommended to wear good shoes and a wind proof jacket.
The ferry leaves Skarfabakki pier at 20:00 and back at 23:00 at the latest. Adults pay ISK 1,550 for a round trip with the ferry, children 7–15 years old pay ISK775 but the youngest sail for free. All guidance is free of charge and spoken language is Icelandic.