Treyst fyrir flóknum verkefnum

Treyst fyrir flóknum verkefnum
    

Rætur byggingafyrirtækisins Sveinbjörns Sigurðssonar hf. (SS) ná aftur til ársins 1942. Það ár hóf stofnandinn, Sveinbjörn Sigurðsson, húsasmíðameistari, verktakarekstur. Fyrirtækið hefur verið í eigu fjölskyldu hans alla tíð og eru eigendurnir nú þrír synir Sveinbjörns. Ármann Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS, og Bjarni Þór Einarsson, fjármálastjóri, segja fyrirtækið vera elsta byggingafyrirtæki landsins og að einn helsti styrkur þess komi einmitt fram í því að eiga 73ja ára árangursríka sögu að baki.  

2010 Sundlaug HofsOsiBjarni segir að á fyrstu árunum hafi Sveinbjörn byggt  mikið af íbúðarhúsnæði. Hann hafi þó fljótlega farið að taka þátt í útboðsmarkaði og byggt þá mikið, aðallega fyrir ríki og borg.  „Borgarleikhúsið,  leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar, íþróttamiðstöðvar, kirkjur, brýr og bíó og fjölmargar aðrar byggingar sem setja víða svip á umhverfi sitt, og sem SS hafi reist á liðlega sjö áratugum, eru til vitnis um það traust sem fyrirækið hefur notið í allan þennan tíma,“ segir Bjarni. „Við höfum aðallega verið á útboðsmarkaði en ekki fjárfest mikið í verkefnum.

SS VERKTAKAR IMG_8532 copyStærsta verkefni um þessar mundir er íbúðabyggingar við Mánatún í Reykjavík. Þar stýrir fyrirtækið framkvæmdum við 175 íbúðir fyrir fjárfesta. Fyrsta áfanga, 91 íbúð, er að ljúka, og eru framkvæmdir við annan áfanga að hefjast, sem er 44 íbúðir. Þessar framkvæmdir við Mánatún hófust fyrir um tveimur árum og segir Bjarni að fyrirtækið eigi væntanlega eftir önnur tvö ár þar. Síðasta stóra verkefni SS á undan Mánatúni var bygging stúdentagarða við Háskóla Íslands, samtals 299 íbúða- eða herbergjaeiningar, sem hafist var handa við í ársbyrjun 2012. Því verki lauk á tveimur árum.

2011 LAEkjargata 2 og 2bMikilvæg reynsla á Grundartanga
Auk stærri verkefna eins og stúdentagarða og íbúðabygginga við Gunnar Valur Gíslason, þá segir Bjarni að SS sinni alla jafna einnig ýmsum öðrum verkefnum, smáum sem stórum og ýmiss konar viðhaldsvinnu. Föst viðvera fyrirtækisins hjá Norðuráli á Grundartanga sé þar á meðal. „Við höfum verið á Grundartanga allt frá árinu 2004 og þekkjum því orðið vel til í því umhverfi sem þar er. Þetta hefur reynst okkur mjög mikilvægt og dýrmætt, því öryggiskröfur eru hvergi meiri en í álverum. Það má segja að álverin leggi að nokkur leyti línurnar í þeim efnum sem snýr að öryggismálum í byggingariðnaði. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera treyst til að sinna þeim verkefnum sem koma upp á slíkum vinnustað. Þetta er reynsla sem eflir fyrirtækið til muna.“

1977-87 Borgarleikhus (Large)Um 100 starfsmenn
Starfsmenn SS eru liðlega 80 talsins. Þar auð auki starfa á annan tug einyrkja hjá fyrirtækinu sem undirverktakar og er heildarfjöldi starfsmanna því tæplega eitt hundrað. Starfsmönnum hefur fjölgað nokkuð á umliðnum mánuðum og misserum. Segir Bjarni að velta SS sé nú í kringum tveir og hálfur milljarður króna á ári. Hún hafi hins vegar farið lægst niður í um 800 milljónir á árinu 2011.

„Við lentum ekki í vandræðum strax í kjölfar bankahrunsins á árinu 2008 og okkur tókst þá að halda starfsmannaflotanum að mestu við vinnu,“ segir Bjarni. „Þar kom aðallega til að við vorum með samninga sem héldu, meðal annars við Reykjavíkurborg og Norðurál. Síðar þurftum við hins vegar að fara í endurskipulagningu eigna með viðskiptabanka okkar, sem við lukum við á  árinu 2011. Það þurfti engar afskriftir þá, því það tókst að setja eignir sem fyrirtækið átti upp í skuldir. Hins vegar fórum við illa út úr stúdentagörðunum og þurftum að fara í nauðasamninga við kröfuhafa í ársbyrjun 2014. Við erum nú að klára okkur af því, en allt hefur það gengið samkvæmt áætlun. Það er að vissu leyti athyglisvert og virðingarvert að all flestir sem sömdu við okkur og þurftu að afskrifa kröfur eru enn að vinna fyrir okkur í dag.“

2010 EgilshOllTraustið er mikilvægt
Að sögn Ármanns á það jafnt við um byrgja, undirverktaka og einstaklinga, sem urðu fyrir áföllum vegna nauðasamninga við SS á síðasta ári, að þeir eru enn að vinna fyrir fyrirtækið. Segir hann að saga SS vegi þar þungt, en fleira komi þó til. „Það skiptir nefnilega einnig máli, að til að mynda starfsmannaveltan hjá okkur er lítil. Og þar að auki eru þeir sem hafa bæst í hópinn hjá okkur tiltölulega reynslumiklir menn. Þessi atriði skipta máli vegna þess sem þau segja um fyrirtækið. Svona atriði skapa nefnilega traust á fyrirtækinu, sem hefur áhrif á öllum sviðum.“
GJG