Um okkur

Láttu okkur sjá um að koma þér og verkefnum þínum á framfæri
Miðlar okkar eru góð málpípa fyrir aðila innan viðskiptalífsins sem þurfa á vandaðri kynningu að halda
 
Framundan er spennandi útgáfuár hjá okkur:  
Land og Saga kemur út í lok 6. febrúar og er dreift með helgarblaði Morgunblaðsins auk þess sem auka upplag mun liggja frammi á ferðamannamiðstöðvum, bensínsstöðvum og á öðrum fjölsóttum stöðum. Ekki þarf að tíunda gagnsemi miðils sem þessa fyrir ykkur, lesendahópurinn er í þroskaðri kantinum og tekur m.a. annars til stjórnenda fyrirtækja.
 
•    Kínverska útgáfan er mjög spennandi en blaðið verður prentað úti í Kína og eingöngu dreift þar í landi. Það verður m.a. sent til ríflega 2.800 ferðaskrifstofa sem vinna með Norður Evrópu, á fyrirtæki í orkuiðnaði, verkfræðistofur auk þess sem því verður dreift á iðnaðartengdum ráðstefnum. Kínverska vefútgáfan er nú þegar önnur mest sótta vefsíða Icelandic Times á eftir þeirri ensku. Upplag þessarar útgáfu er mun stærra en þeirrar sem verður í dreifingu hér á landi. Kínverjar er flottur „high-end“ hópur með rúm fjárráð og kínverskir fjárfestar eru afar áhugasamir um Ísland að sögn kínverska sendiherrans og annarra sérfróðra aðila.
 
•    Febrúar blað Icelandic Times er á ensku og er fyrst og fremst dreift innanlands en enski vefurinn okkar er mikið sóttur utan úr heimi. Stærsti hópur bandaríkjamanna sem sækja Ísland heim starfa sem sérfræðingar og stór hópur þeirra eru stjórnendur fyrirtækja samkvæmt skýrslu Maskínu sem unnin var fyrir Ferðamálastofu.
 
•    Þýsk heilsársútgáfa Icelandic Times kemur út í vor en blaðið er afar vinsælt á meðal Þjóðverja sem sést vel á því hversu vel er tekið af blaðinu.  Stærsti hópur Þjóðverja sem heimsækja Ísland eru sérfræðingar, samkvæmt fyrrnefndri skýrslu Maskínu.
 
•    Frönsk útgáfa Icelandic Times fylgir í kjölfarið sem einnig er heilsársútgáfa. Stærstur hópur þeirra Frakka sem sækja Ísland heim hafa starfstitilinn framkvæmdastjórar samkvæmt skýrslunni.
 
Allar umfjallanir sem eru birtar í prentmiðlum okkar eru samhliða settar á vefútgáfu ritanna gjarnan í ítarlegri og lengri útgáfu. Vefsíða okkar er á fimm tungumálum, þ.e. ensku, kínversku, þýsku og frönsku og að auki á íslensku, þ.e. landogsaga.is sem unnið er að færa alfarið yfir á nýja síðu Icelandic Times.
 
Einnig bjóðum við upp á kynningarmyndbönd fyrir fyrirtæki á hverjum þeim tungumálum sem við vinnum með sem við birtum á vefútgáfu miðla okkar og afhendum fyrirtækjum til eigin nota. Myndböndin eru í hæstu gæðum og unnin í samvinnu við Friðþjóf Helgason kvikmyndagerðarmann.
 
Að framansögðu teljum við okkur geta boðið góðan grundvöll til að kynna starfsemina sem ykkar utan íslensk markaðssvæðis. Icelandic Times hefur frá upphafi fókusera á ferðamál, menningu og viðskipti en nú innihalda blöðin sérstakan viðskiptakafla (business insider) sem er helgaður viðskiptatengdum málefnum.