Fyrirboði á gos?

Fyrirboði á gos?

Í gærkvöldi var stór jarðskjálfti 4,6 að stærð undir Langjökli. Það er ekki algengt að svo stórir skjálftar séu á þessu svæði. Jökullinn sem er austan við Borgarfjarðarhérað, og skjálftin er aðeins í 45 km fjarlægð í beinni línu frá Þingvallavatni, og 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Skjálftinn fannst vel, á vestanverðu landinu, allt norður í Húnavatnssýslur og á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn sem er á flekaskilum á vestara gosbelti landsins, sem gengur frá Hengli, rétt vestan við Þingvallavatn innundir Langjökul, sem er næst stærsti jökull landsins á eftir Vatnajökli og á undan Hofsjökli sem er austan við hann. Síðasta stóra eldgos á svæðinu, var á 10. öld, rétt eftir að Ísland byggðist, en í því gosi myndaðist Hallmundarhraun. Í hrauninu eru margir af stærstu hellum landsins, þeirra þekktastir eru Víðgelmir og Surtshellir. Talið er að gosið hafi varað í nokkur ár, enda þekur hraunið 200 km² lands, og heildarlengdin var gosstöðvunum undir jöklinum niður á Hvítársíðu eru 52km. Er kominn tími á gos þarna?

Stefánshellir í Hallmundarhrauni
Horft eftir þúsund ára gömlu Hallmundarhrauni, norðan við Húsafell
Þingvallavatn næst, síðan Skjaldbreið og í fjarska Langjökull
Glittir í Langjökul bak við Hlöðufell, en landið þarna er mjög mótað af eldvirkni

Hallmundarhraun – A7RIII – 2.8/21mm Z, FE 2.8/90mm G

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

  • Shopping cart0
    There are no products in the cart!
    Continue shopping
    0