Mikil aukning í hvalaskoðunarferðum í ár

Arctic Sea Tours á Dalvík:

Myndtxt: Hvalaskoðunarbátarnir Draumur og Máni, hér í Dalvíkurhöfn, en gatan um hafnarsvæðið heitir því skemmtilega nafni Martröð!

Arctic Sea Tours er hvalaskoðunarfyrirtæki á Dalvík sem gerir út tvo báta, Draum og Mána. Auk hvalaskoðunar býður fyrirtækið upp á ferðir eins og veiðar á sjóstöng, miðnætursiglingar og ferðir til Grímseyjar með Grímseyjarferjunni Sæfara. Framkvæmdastjóri Arctic Sea Tours, Freyr Antonsson, segir að vaxandi aðsókn sé í hvalaskoðunarferðir sem hann telur tengjast auknum fjölda ferðamanna sem koma til landsins og það hafi raunar verið aukning á hverju ári mörg undanfarin ár. Þá sé meira um hópa en minna um einstaka ferðamenn. Ef báðir bátarnir eru fullmannaðir komast 87 manns í ferð en verið er að vinna að stækkun farþegarýmis þannig allt að 102 farþegar rúmist í því.

,,Hvalurinn er þarna í nægu æti, annars væri hann farinn annað. Við þurfum ekki að fara langt frá Dalvík til að sjá hval, siglum kringum Hrísey og stundum út undir Hrólfssker, stundum inn undir Rauðuvík eða Hjalteyri. Þarna fær fólk fyrst og fremst að sjá hnúfubak eða í um 94% tilfella í fyrra. Í fyrra fóru 6.400 manns með okkur í hvalaskoðun en það stefnir í að 10.000 manns fari með okkur í ár. Viðskiptavinir okkar sjá hval í 98% tilfella svo það er nánast engin ferð án þess að sjá hval. Þeir sem eru svo óheppnir að sjá ekki hval geta fengið að koma aftur, og það gera flestir, og þá bregst það ekki að þeir sjá hnúfubak eða aðrar tegundir. Þetta eru nánast eingöngu útlendingar sem fara í hvalaskoðunarferð, Íslendingar teljast til algjörrar undatekningar.“

  • Spilar veður inn í hvort það sést hvalur?

,,Nei, og heldur ekki sá tími á deginum sem farið er. Það virðist ekki skipta máli, hvalurinn er alltaf á ákveðnum svæðum,“ segir Freyr Antonsson.

-G.A.G.

Viðskiptavinir okkar sjá hval í 98% tilfella svo það er nánast engin ferð án þess að sjá hval

  • Shopping cart0
    There are no products in the cart!
    Continue shopping
    0