Þegar Devitos opnaði fyrst árið 1994 komum við á óvart með nýtt fersk bragð og skárum okkur úr fyrir snögga þjónustu og ómótstæðilegar pizzur. Húsakosturinn var lítið skýli sem var aðeins örfáir fermetrar, rétt nóg til að skýla viðskiptavinum frá veðri og vindum. En frá því að Devitos opnaði hefur kúnnahópurinn stöðugt stækkað og því var stundum þröngt á þingi þegar mest gekk á, margir vildu prófa þessar nýju pizzur sem allir voru að tala um en ekki var mikið pláss.
Árið 2004 flutti Devitos í sitt núverandi húsnæði að Laugavegi 126 við Hlemm (gengið inn frá Þverholti) og leystis úr plássleysinu. Það var ekki langt að fara frá gamla staðnum heldur aðeins örfá metra, svo fastir viðskiptavinir gátu vel við unað. Nú var komið gott pláss í hlýju og góðu umhverfi sem þjónar mörgum svöngum munnum á hverjum degi.
Við bjóðum upp á einar bestu pizzur bæjarins
Við erum alltaf með fersk álegg
Snögg og góð þjónusta
Það labba allir ánægðir út af Devitos Pizza
Hjá okkur er það í forgangi að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu og góðan mat – stór og stækkandi hópur af föstum viðskiptavinum sýnir að okkur hefur tekist einmitt það. Við tökum vel á móti þér og heyrum við því oft fleygt að við séum með bestu pizzur í Reykjavík – við hvetjum þig til að prófa og dæma fyrir þig sjálfa/sjálfan. Ef þér finnst pizzur á annað borð góðar – þá getur þú ekki sleppt Devitos!