STARFSMANNAFÉLAGIÐ sér um allt fyrir þig…
Á meðan þú situr yfir dásamlegum kaffibolla – rétt eins og þeim hér til hliðar – er STARFSMANNAFÉLAGIÐ að störfum að skipuleggja og undirbúa fyrir þig. Það kostar þig og fyrirtækið þitt mikla fyrirhöfn að skipuleggja uppákomur fyrir starfsfólkið. Það er hins vegar það sem við gerum best. Heildarlausnir STARFSMANNAFÉLAGSINS fyrir starfsmannafélagið þitt, saumaklúbbinn, hjónaklúbbinn, matarklúbbinn, ferðaklúbbinn, kórinn eða sem sagt hvern sem er.
Starfsmannafélagið.com er félag sem er rekið af Þorvaldi Daníelssyni, eða Valda eins og margir þekkja hann. Það var stofnað í byrjun apríl árið 2008 en er þó byggt á gömlum grunni. Valdi hefur gríðarlega reynslu af skipulagningu ferða og atburða fyrir hópa af öllu tagi, innlenda sem erlenda. Þorvaldur er stjórnmálafræðingur að mennt en hefur, þrátt fyrir til þess að gera lágan aldur, starfað við ferðaþjónustu síðastliðin 19 ár. Hann á nú sæti í stjórn Ferðamálasamtaka Höfuðborgarsvæðisins, en þar hefur hann átt sæti frá árinu 2004. Hann var formaður stjórnar Kórs Lindakirkju í Kópavogi, var áheyrnarfulltrúi foreldra í leikskólanefnd Kópavogs, var formaður foreldrafélags leikskólans Dals og hefur í gegnum tíðina setið í stjórnum flestra þeirra félaga sem hann hefur starfað með. Er núna meðlimur í Mótettukór Hallgrímskirkju og í Voces Masculorum, besta karlakór í heimi!
Leyfi til þess að skipuleggja ferðir fyrir hópa fékkst hjá Ferðamálastofu.
Ef þú óskar eftir því að heyra í Valda þá er hægt að senda póst á [email protected] eða hringja í hann í síma 848-8822. Ekki örvænta ef hann svarar ekki því þá hringir hann skömmu síðar!
Eftir því hvert tilefnið er hjá þér skaltu senda okkur tölvupóst á eitthvert eftirtalinna netfanga: