Íslendingar eru…

Íslenska þjóðin telur 400 þúsund einstaklinga, þar af eru 80 þúsund, eða rétt rúmlega fimmtungur erlendir ríkisborgarar. Íslendingar eru semsagt 320 þúsund, nei… 370 þúsund. Því 50 þúsund búa erlendis, lang flestir, eða 60% á norðurlöndunum. Flestir eða 12 þúsund í Konungsríkinu Danmörku, og níu þúsund plús á hinum tveimur konungsríkjunum á Skandinavíuskaganum, Noregi og Svíþjóð. Í Bandaríkjunum búa sexþúsund og fimmhundruð íslendingar og í Stóra-Bretlandi, tvöþúsund og fimmhundruð. Íslendigar eiga lögheimili í 103 af tvöhundruð ríkjum veraldar. Enginn íslendingur býr til dæmis í Súdan eða Sýrlandi, en einn á heima  í Sómalíu, Líbanon og á Indlandi, fjölmennasta ríki veraldar, samkvæmt Þjóðskrá. Síðan eru auðvitað yfir hundrað þúsund vesturíslendingar, afkomendur fólks sem flutti vestur fyrir hundrað árum plús, flestir fóru til Kanada. Þeir eru auðvitað fyrir löngu orðnir hluti af því fjölmernningarsamfélagi sem býr og byggði Norður Ameríku. 

Ljósmyndir & texti : Páll StefánssonÍsland + 08/03/2025 : A7C R, RX1R II, A7R III : FE 1.4/85mm GM, 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM