Frá Höfðatorgi er útsýni yfir borgina úr hæstu turnum Reykjavíkur. Höfðatorgið setur nú sterkan svip á Reykjavík og kallast á við Hörpuna á bakka norðurhafnar. Á Höfðatorgi hefur átt sér stað hljóðlát bylting í íslenskum byggingariðnaði, ný nálgun sem styrkir Reykjavík nýrrar aldar. Höfðatorgið er nokkurs konar borg í borg með alþjóðlegt yfirbragð íbúða, stofnana, viðskiptalífs, verslunar og þjónustu ásamt stærsta hóteli landsins, Fosshóteli Reykjavík. PK Arkitektar urðu hlutskarpastir í samkeppni á Íslandi. Í Berlín tóku fimm arktitektastofur þátt í hugmyndasamkeppni sem LWW Architekten vann. Þýska hönnunarfyrirtækið MetaDesign varð ráðgjafi en firmað hefur meðal annars þróað vörumerki Volkswagen, Audi og Lufthansa.

Byggingarfélagið Eykt og fasteignafélagið Íþaka höfðu að fyrirmynd endurbyggingu Berlínar eftir sameiningu Þýskalands og alveg sérstaklega Potsdamer Platz um kílómeter suður af Brandenborgarhliðinu og Reichtag, þýska þinginu í höfuðborg Þýskalands. LWW Architekten höfðu komið að þróun Potsdamtorgs sem er reyndar talsvert stærra en Höfðatorg og byggingar hærri en samt líkindi augljós.

Aldamótaárið 2000 keypti byggingarfélagið Eykt Skúlatún 1 og Höfðatún 2 eftir útboð Reykjavíkurborgar og í kjölfarið lóð bílaumboðsins Ræsis. Efnt var til samkeppni um skipulag. Deiliskipulag varð til fyrir tuttugu árum. Það var svo árið 2005 þegar Eykt hafði fest kaup á öllum lóðum reitsins sem verkefnið varð alþjóðlegt. Höfðatorg fékk alþjóðlegt yfirbragð þar sem menn litu til endurreisnar Berlínar eftir lok Kalda stríðsins. Höfðatorg er eitt stærsta bygggingarverkefni höfuðborgarinnar á síðari tímum og styrkir alþjóðlega ímynd Reykjavíkur.

Einar Þorsteinn þorsteinsson