Varúð – einbreið brú

Þjóðvegur 1 eða Hringvegurinn umhverfis Ísland er 1322 km / 822 mi langur og var kláraður árið 1974, þegar brúin yfir Skeiðará, vestan við Skaftafell, var opnuð fyrir umferð. Ein mesta hættan við að ferðast umhverfis landið eru einbreiðu brýrnar á Þjóðvegi 1, en nú eru þær 33, eins og þessi á myndinni yfir Jökulsá í Lóni. Stefnt er að því fjöldi þeirra verði kominn í 22 eftir þrjú ár, en fyrir 30 árum voru einbreiðu brýrnar 146. Enda hefur það verið sérstakt forgangsmál Vegagerðarinnar að auka öryggi okkar á ferð um landið með því að fækka þeim einbreiðu. 

Lónssveit 09/07/2021  22:10 200-600mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0