Torg heitir þetta listaverk úr speglastáli á Lækjartorgi eftir Arnar Inga Viðarsson og Valdísi Steinarsdóttur

Torg í miðri borg

Við Lækjartorg í hjarta Reykjavíkur, á gatnamótum Bankastrætis, Austurstrætis og Lækjargötu, standa meðal annars Héraðsdómur Reykjavíkur og Stjórnarráðshúsið (á miðri mynd) þar sem skrifstofa forsætisráðherra er til húsa. Allar götur síðan 1904 hefur húsið verið miðstöð æðstu embættismanna landsins. En húsið á sér merka sögu, en það var byggt sem tugthús, það fyrsta í landinu, og var tilbúið til notkunnar árið 1771 eftir að hafa verið áratug í byggingu. Dæmdir menn og hraustir umrenningar reistu húsið, og tóku þeir dæmdu út refsingu sína með vinnu að byggingu þess. Tugthúsið var lagt niður árið 1816. Þann 1 desember 1918, var íslenskur þjóðfáni í fyrsta skipti dreginn að hún, á fánastöng sem stóð og stendur við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. 

Reykjavík 30/07/2021  17:53 21mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0