Tærir lækir koma undan Gráhrauni og mynda fallegu fossaröðina Hraunfossa.

Fallegir fossar falla í Hvítá

Hraunfossar er samheiti á ótal tærum lækjum sem koma undan Gráhrauni og falla í Hvítá í Borgarfirði. Vatnið kemur fram undan hraunjaðrinum á um 1 km löngum kafla í ótal bunum og fossum. Rétt austan við Hraunfossa er síðan Barnafoss í Hvítá, þekktur fyrir að renna undir steinboga í miklum krafti í þrengingum. Svæðið í kringum fossana var friðlýst árið 1987. Frá Hraunfossum er stutt í ferðamannastaðinn Húsafell, og í höfuðbólið Reykholt, einn merkasta sögustað Íslands. En þar bjó höfuðskáldið Snorri Sturluson þangað til hann var vegin þar haustið 1241. Hann var höfundur, Heimskringlu og Snorra-Eddu, lykilbóka íslenskrar menningar- og bókmenntasögu.

Borgarfjarðarsýsla 12/08/2021  12:35 : A7RIII 2.8/100mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0