Ekkert ferðaveður er í dag um norðan og vestanvert landið. Almannavarnir og Veðurstofa Íslands hafa gefið út viðvaranir frá norðanverðu Snæfellsnesi og norður og austur á Langanes. Vegagerðin hefur lokað öllum fjallvegum á Vestfjörðum, þannig að engar samgöngur eru þar milli byggðarlaga eða til annara hluta landsins. Eins er búið að loka Möðrudalsöræfum, einu leiðinni milli norður og austurlands. Versta veðrið mun vera frá hádegi í dag og fram til miðnættis. Ekki er búist við að veðrið gangi niður fyrr en á morgun miðvikudag.
Dalasýsla 26/03/2021 12:07 – A7R III : FE 1.4/24 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson