Horft niður í hver í Hrafntinnuskeri. En svæðið er eitt mesta háhitasvæði landsins. Einfaldast er að komast í Hrafntinnusker eftir göngustíg frá Landmannalaugum. Leiðinn sem heitir Laugavegur, og liggur frá Landmannalaugum í Þórsmörk, er fjölfarnasta gönguleið hálendis Íslands.

Hvar er fallegast á Íslandi? 

Eftir að hafa starfað sem ljósmyndari í tæp 40 ár, og ferðast meira um lýðveldið en flestir, fæ ég oft þessa spurningu; Hvaða staður er fallegastur á Íslandi? Ég er engu nær eftir öll þessi ár. Það fer eftir birtu, árstíma, stemningu…. og þó. Ég ætla nefna þrjá staði. Hrafntinnusker, Hornstrandir og Langanes. Hefði líka getað sagt Landmannalaugar, Lónsöræfi og Lakagíga, jafnvel Langasjó og Öskju. Þá gleymi ég Dettifossi, Ásbyrgi, Vatnajökli og Flatey á Skjálfanda. Ég ætla að halda við mig þá staði sem ég nefndi fyrst. Hrafntinnusker þar sem jarðhiti og jöklar mætast á einstakan hátt. Hornbjarg sem stendur svo sjálfstætt út við ysta haf á Hornströndum, og Langanes fyrir miðnæturbirtuna, og vindinn sem kyssir mann úr öllum áttum, alltaf.

Það er engin byggð, engir vegir á Hornströndum á Vestfjörðum. Eina leiðin á Hornbjarg er að taka bát frá Bolungarvík eða Ísafirði og njóta þess að fara um svæðið á tveimur jafnfljótum.

Það er engin byggð, engir vegir á Hornströndum á Vestfjörðum. Eina leiðin á Hornbjarg er að taka bát frá Bolungarvík eða Ísafirði og njóta þess að fara um svæðið á tveimur jafnfljótum.

Hornbjarg 08/07/2020 14:17 – A7RIV : FE 1.4/24 GM

Miðnætursólinn gyllir hafflötin við Stóra-Karl, klett á norðanverðu Langanesi, þar sem ein mesta súlubyggð Íslands er. Ágætur jeppaslóði er út nesið frá Þórshöfn.

 

Langanes 07/06/2018 23:33 – A7RIII : FE 2.8/100 GM

Hrafntinnusker  13/09/2020 17:00 – A7R IV : FE 1.4/24 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0