Tröll eða fíll?
Í botni Húnafjarðar í Húnaflóa, rétt norðan við ós Sigríðarstaðarsvatnts, stendur Hvítserkur, 15 metra hár klettur í flæðarmálinu. Frá Hringvegi 1, eru bara 30 km / 18 mi að Hvítserk, og einum besta selaskoðunarstað landsins, því í svörtum sandinum við ósin hjá Hvítserk liggja tugir sela, eða synda í sjónum alla daga ársins. Til er þjóðsaga hvernig Hvítserkur varð til, en í forneskju var hann tröll sem bjó norður á Ströndum, og var á leiðinni í Þingeyrarklausturskirkju til að brjóta kirkjuklukkurnar. Leiðin var torsóttari en hann hafði gert ráð fyrir og þegar sólin reis um morguninn, breytist hann í stein, þegar hann leit á fyrstu sólargeislana. Aðrir sjá þarna steinrunninn fíl, eða nashyrning frá því Ísland var hitabeltisland fyrir hundruðum þúsunda ára.
Vestur-Húnavatnssýsla 05/02/