Hvítserkur við Húnaflóa

Tröll eða fíll?

Tröll eða fíll?

Í botni Húnafjarðar í Húnaflóa, rétt norðan við ós Sigríðarstaðarsvatnts, stendur Hvítserkur, 15 metra hár klettur í flæðarmálinu. Frá Hringvegi 1, eru bara 30 km / 18 mi að Hvítserk, og einum besta selaskoðunarstað landsins, því í svörtum sandinum við ósin hjá Hvítserk liggja tugir sela, eða synda í sjónum alla daga ársins. Til er þjóðsaga hvernig Hvítserkur varð til, en í forneskju var hann tröll sem bjó norður á Ströndum, og var á leiðinni í Þingeyrarklausturskirkju til að brjóta kirkjuklukkurnar. Leiðin var torsóttari en hann hafði gert ráð fyrir og þegar sólin reis um morguninn, breytist hann í stein, þegar hann leit á fyrstu sólargeislana. Aðrir sjá þarna steinrunninn fíl, eða nashyrning frá því Ísland var hitabeltisland fyrir hundruðum þúsunda ára. 

Hvítserkur, furðuskepna sem rís 15 metra upp úr flæðarmálinu, austan við Vattnes. 

Vestur-Húnavatnssýsla  05/02/2020 17:18 – RX1R II : 2.0/35mm Z

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0