Jóladagurinn er einn rólegasti dagur ársins á Íslandi, meira og minna allt er lokað. Þetta er dagurinn sem fjölskyldur hittast, og gleðjast saman. Í ár fer minna fyrir fjölskylduboðum, því undanfarin vika, hefur verið sú versta í Covid-19 smitum frá upphafi faraldursins fyrir tæpum 2 árum. Í dag, jóladag eru 3615 einstaklingar í sótthví, 2.622 með smit, og 10 einstaklingar liggja á sjúkrahúsi. Nýgengi smita er nú 735,5 á hverja 100 þúsund íbúa, og hefur aldrei verið hærra.
Reykjavík 25/12/2021 12:22 – A7C : FE 2.8/50mm M
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson