Meðalverð á íbúð / fasteign á höfuðborgarsvæðinu sem var keypt í síðasta mánuði var 67 milljónir ISK (457.000 EUR / 521.000 USD / 3.310.500 CNY) og hefur hækkað um 15% á rúmu ári. Vextir af íbúðalánum, en einstaklingar geta fengið allt að 70% af upphæðinni lánaða er milli 4% og 5%, fer eftir bönkum og lífeyrissjóðum. Meðal húsaleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var um áramótin 205.000 ISK, 170.000 ISK í sveitarfélögum sem eru nálægt höfuðborginni, eins og á Akranesi, Selfossi og í Keflavík. Leiguverð var 145.000 að meðaltali á landsbyggðinni. Það eru ekki nema 11% íbúa landsins sem búa í leiguhúsnæði.
Reykjavík 18/01/2022 09:15 & 09:52 : A7C : FE 1.8/14mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson