Bátaskýli við Meðalfellsvatn, Flekkudalur í Esjunni í bakgrunni.

Fannhvít Kjósin

Kjósarhreppur er fallegt lítið sveitarfélag við sunnanverðan Hvalfjörð, í 45 mín fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur. Eitt af fámennari sveitarfélögum á landinu með rétt tæplega 200 íbúa, og engan þéttbýliskjarna. En það er stutt í alla þjónustu, Reykjavík, höfuðborgarsvæðið er handan við Esjuna, eða til Akranes undir Hvalfjörðinn. Það er gott að koma í þessa fallegu sveit, til að njóta náttúrunnar í Hvalfirði. Nú eða veiða í Meðalfellsvatni eða Laxá í Kjós á sumrin, eða ganga öfugu megin á Esjuna, allt árið. Þegar Icelandic Times átti leið þarna um voru fáir á ferð til að njóta alls þess sem Kjósin hefur uppá að bjóða. Því miður. 

Hestar á beit undir Eyrarfjalli, Akrafjall og Hvalfjörður í bakgrunni.
Naut við Meðalfell í miðri Kjós, en mörg stór nautabú eru í sveitinni.
Laxá í Kjós, ein af betri laxveiðiám landsins.

Kjósarsýsla 09/02/2022  10:41-12:30 – A7R III-A7C: FE 1.4/85mm GM – FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0