Nauthólsvík hefur verið helsti sjóbaðstaður og útivistarsvæði Reykvíkinga síðan eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ylströndin með tilheyrandi nútíma aðstöðu og þjónustumiðstöð var opnuð þar árið 2000. Í og við Nauthólsvíkina má sjá margar sögulegar minjar frá hernámsárunum, en Bretar byggðu þar braggahverfi og þarna í Nauthólsvíkinni var aðstaða fyrir norsku flugsveitina sem var staðsett í Reykjavík í seinni heimstyrjöldinni. Þeir notuðu sjóflugvélar af gerðinni Northrop – N3PB og var Fossvogurinn notuð sem flugbraut. Minnisvarði um veru sveitarinnar stendur vestan við þjónustumiðstöðina. Háskólinn í Reykjavík, byggði og flutti í Nauthólsvíkina árið 2010, nemendafjöldi í Háskólanum í Reykjavík er nú vel á fjórða þúsund, og 320 kennarar starfa við háskólann.
Reykjavík 10/02/2022 10:34-14:37 – RX1R II – A7C: 2.0/35mm Z – FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson