Það voru 26°C / 79°F gráður þegar ég lagði á stað að einni mestu náttúruperlu Íslands, Stórurð undir Dyrfjöllum, Borgarfirði Eystri fyrir austan. Það liggja fimm merktar gönguleiðir í Stórurð, og má reikna með sex til átta tímum, fram og til baka. Stórurð er mynduð úr risavöxnum björgum sem fallið hafa ofan á skálarjökul sem legið hefur við Dyrfjöll að vestanverðu. Í Stórurð er einstök náttúra; sléttir grasbalar, blágrænar tjarnir, innan um hrikalegar steinblokkir, sumar tugi metra á hæð. Þó Stórurð sé stórkostleg náttúruperla, þá eru mjög margir aðrir staðir í Borgarfirði Eystri sem vert er að skoða, eins og göngusvæðið um Víknaslóðir, eða lundinn í Hafnarhólmanum, en það eru fáir staðir á Íslandi sem hægt er að nálgast lundan eins nálægt og þar.
Norður-Múlasýsla 11/08/2020 18:28-19:08 – A7R IV – RX1R II : FE 1.8/20mm G – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson