Bolludagurinn sem er alltaf á mánudagi, sjö vikum fyrir páska, kom hingað til Íslands í lok 19. aldar, frá Danmörku, og hefur heldur betur fest sig í sessi. Talið er að bakarar landsins baki vel á aðra milljón af bollum í dag, enda borða íslendingar tæplega 4 bollur á mann í dag. Vatnsdeigsbollur með rjóma, sultu og súkkulaði sem eru hvað vinsælastar í dag, sagði bakari í Sandholtsbakarí við Icelandic Times í morgun, en þetta hundrað ára gamla bakarí, býður upp á á fjórða tug bollutegunda í dag. Ýmsir hafa líka þann sið að borða líka fisk- eða kjötbollur á bolludaginn, fara alla leið með daginn.
Reykjavík 28/02/2022 08:33 : A7R IV : FE 2.8/100mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson