Hér í Domus Medica, mun móttökustöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu opna fljótlega

Stríð og friður

Tæplega sexhundruð flóttamenn frá Úkraínu eru komnir nú þegar til Íslands. Opna á sérstaka móttökumiðstöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu í Domus Medica við Egilsgötu á næstu dögum. Þarna munu flóttafólkið fá heilsufarsskoðun, fræðslu um land og þjóð, og gengur síðan út með dvalarleyfi á Íslandi. Fyrir rúmum mánuði þegar stríðið byrjaði var íbúafjöldi Úkraínu 44 milljónir. Í dag hafa 4 milljónir flúð land, rúmlega helmingur til Póllands, og 6.5 milljónir eru á flótta innanlands. Það eru semsagt 11 milljón Úkraínumenn á flótta, einn af hverjum fjórum íbúum landsins. Búist er við nokkur þúsund flóttamönnum frá Úkraínu hingað til Íslands. Fyrir þá sem keyra, og taka ferjuna Norrænu, er vegalengdin frá Kænugarði til Reykjavíkur, 4493 km / 2792 mi.

Í ungbarnatjaldi fyrir flóttafólk í Uzhhorod, Úkraínu, þegar ég var á ferð þarna um, fyrr í mánuðinum.

Reykjavík 29/03/2022 07:07 :  A7C : FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

 

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0