Lopapeysa í glugga, og lífið framundan

Íkornar í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík hefur verið við Lækjargötu síðan 1846, en saga skólans má segja að hafi byrjað í Skálholti árið 1046. Þaðan flyst hann til Reykjavíkur 1786 og er þar til 1805, þegar hann fer til Bessastaða. Fer hann aftur til Reykjavíkur, og í þá ný byggt og núverandi húsnæði árið 1846. Skólinn er því lang elsta menntastofnun landsins. Í dag er skólinn með bekkjarkerfi og býður upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs, á tveimur námsbrautum, náttúrufræðibraut og málabraut. Það var ekki fyrr en árið 1904 sem konur fengu að stunda nám við skólan, og hafa þær verið í meirihluta stúdenta í MR síðan 1979. Í dag voru nemendur að dimmitera, og auðvitað var Icelandic Times niður í bæ að skrásetja árgang 2022, mála bæinn rauðan, á mjög jákvæðan hátt.

Furðuverur á Austurvelli

 

Íkornar á Laugavegi á leið í háskóla
Það opnast allar dyr fyrir alla íkorna sem eiga leið um miðbæinn

Reykjavík 08/04/2022 12:22 – 13:59 :  RX1R II : 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0