Í Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar eru tvær spennandi sýningar sem vert að skoða, áður en þeim líkur. Fyrst er það sýning Tinnu Gunnlaugsdóttur Snert á landslagi – 66°05´35.2″N 18°49´34.1″W. Á sýningunni er sjónum beint að íslensku landslagi í nútíð, það er að segja á mannöld, og þau afgerandi áhrif sem við höfum á jörðina. Sýningarstjóri er Aldís Arnardóttir. Hin sýningin er Efnisheimur steinullar, þar sem Flétta, hönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir og vöruhönnuðurinn Kristín Sigurðardóttir umbreyta steinull í nýtt efni. Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar er opin alla daga nema þriðjudaga frá 12 til 17. Aðgangur inn á safnið er ókeypis.
Hafnarfjörður 07/05/2022 14:04-14:49 : A7R III – A7R IV : FE 1.8/14mm GM – FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson