Við Kópavog

Við Kópavog

Árið 1574 var gefið út konungsbréf í þáverandi höfuðborg Íslands Kaupmannahöfn sem mælti um að Alþingi íslendinga sem hafði starfað óslitið á Þingvöllum síðan 930 yrði flutt þaðan og í Kópavog. Af hverju Kópavogur? Jú vogurinn Kópavogur liggur miðja vegu milli Reykjavíkur og Bessastaða þar sem embættismenn konungs dvöldu. Flutningurinn kom aldrei til framkvæmda. En nokkur þing voru þó haldin í Kópavogi, þekktasti atburðurinn er Kópavogsfundurinn þann 28. júlí árið 1662, og var tilgangur hans að fá íslendinga til að samþykkja erfðaeinveldi Danakonungs. Kópavogssamningurinn gerði það að verkum að lög sem Danakonungur setti hlutu sjálfkrafa gildi, án aðkomu Alþingis íslendinga. Samningurinn gilti til ársins 1874 þegar íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sjötíu árum síðar, þann 17.júní 1944, verðum við loksins sjálfstæð þjóð, með forseta, í stað konungs eða drottningar sitjandi í Kaupmannahöfn.

Minnismerki um Kópavogssamninginn á hinum forna þingstað við norðanverðan botn Kópavogs.

 

Horft út Kópavog, Arnarnes í Garðabæ til vinstri, Kópavogur hægra megin við voginn.
Verkið Kópur (1998) eftir Grím Marinó við þinghólin í Árnagarði
Árnagarður þar sem Kópavogssamningurinn er fallegt útivistarsvæði viðnorðaustanverðan Kópavog

 

6447 Kópavogur 11/05/2022 08:49 – 09:29 : A7R IV – A7R III : FE 1.8/20mm G – FE 1.8/135mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0