Kjósum rétt
Á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningum í dag eru 277.127 kjósendur, en kosningarétt eiga íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag. Auk þess finnskir, sænskir danskir og norskir ríkisborgarar með lögheimili hér. Einnig geta erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár kosið til sveitarstjórna. Samtals eru 31.703 erlendir ríkisborgarar á kjörskrá í dag. Á höfuðborgarsvæðinu eru 177.816 kjósendur, á landi öllu þar fyrir utan eru kjósendur á kjörskrá 99.311, þar af 5.259 á Vestfjörðum sem er lang fámennasti landshlutinn með sín níu sveitarfélög. Þar er líka fámennasta sveitarfélagið á landinu Árneshreppur norður á Ströndum, með 41 á kjörskrá, 25 karla og 16 konur. Kjörfundur byrjar klukkan 09:00 og líkur klukkan 22:00. Má búast við að fyrstu tölur birtast fljótlega eftir að kjörstöðum lokar, nema í stærri sveitarfélögum eins og Reykjavík, þar má búast við fyrstu tölum um miðnætti. Það eru 11 framboð, listar sem bjóða fram í höfuðborginni.
Reykjavík / Árneshreppur 2021-2022 : A7R IV – A7C : FE 1.8/20mm G – FE 1.8/135 GM – FE 2.8/100mm GM – FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson