Í dag eru rétt rúmlega 30 bátaskýli við Hvaleyrarlón, þau elstu yfir 50 ára gömul. Nú er verið að endurnýja nokkur þeirra, enda sum orðin hrörleg

Bátaskýlin við fólkvanginn

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði, rétt sunnan við Hafnarfjarðarhöfn, voru friðlýst sem fólkvangur árið 2009. Þarna er bæði merkileg saga, fjölbreytt fuglalíf og auðvitað bátaskýlin við Lónsbraut. Markmið fiðlýsingarinnar er að tryggja fólki áhugavert útivistarsvæði, en fyrst og fremst að vernda lífríki leirunnar í lóninu og fjörunnar fyrir Hvaleyrarhöfðan. Leirurnar eru ákaflega mikilvæg fæðulind fyrir fugla, en vaðfuglar koma þangað í stórum hópum, sérstaklega á fartímum og vetrum. Leirurnar eru auðugar af sjávarhryggleysingjum, lindýrum og minni krabbadýrum. Sagan er ekki síður merkileg, en sagt er frá í Hauksbók Landnámu, þegar Hrafna-Flóki, sem gaf Íslandi nafn, var á heimferð til Noregs, eftir ársdvöl, að hann lenti í óveðri úti fyrir Reykjanesi og leitaði skjóls í ónefndum firði. Bátsverjar fundu hval á eyri út af firðinum, og kölluðu því eyrina Hvaleyri. Inn af  eyrinni í ónefndum firði var mjög góð náttúruleg höfn. Fjörður sem fékk nafnið Hafnarfjörður, og heitir enn, sem og bærinn sem byggðist upp í botni fjarðarins.

Gamli og nýi tíminn. Byrjað var að byggja fyrstu bátaskýlin rétt fyrir 1970
Þessi hurð liggur eitthvað, líka bara út í bláinn
Það eru ekki margir bátar eftir í bátaskýlunum, mest eru húsin í dag notuð sem geymslur, verkstæði og hugsanlega hýbýli
Það er hlýlegt sunnanmegin við austustu húsin

Hafnarfjörður 24/05/2022  08:33 – 09:57 : A7R IV, A7C, A7R III : FE 2.5/40mm G : FE 1.8/20mm G : FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0