Hallgrímskirkja séð frá Barónsstíg

Gata barónsins

Barónsstígur í miðborg Reykjavíkur heitir eftir fjósi, Barónsfjósinu sem Charles Gauldrée-Boilleau franskur barón byggði árið eftir að hann kom til Íslands árið 1898. Þetta fjós, var fyrsta alvöru fjós á Íslandi, og ætlaði Hvítárvallabaróninn, eins og hann var jafnan kallaður, að græða á því að selja reykvíkingum nýmjólk. Það gekk ekki upp, eins og margt sem hann tók sér fyrir hendur. Í dag er matvöruverslun í húsinu sem stendur á horni Hverfisgötu og Barónsstígs. Það er margt á huldu um af hverju í ósköpunum þessi hámenntaði, og velættaði barón sest hér að í lok 19. aldar. Aðalsmaður sem ákveður að verða bóndi í Borgarfirði, og draga landið og höfuðborgina inn í nútímann. Charles var mikill málamaður, lærði íslensku á undraskömmum tíma, sem varð áttunda tungumálið sem hann kunni. Baróninn þótti betri tónlistarmaður en viðskiptamaður, en hann lék á selló, og hélt tvenna tónleika í Reykjavík. Hann framdi sjálfsmorð í London, þegar hann náði ekki að fá fjármagn til togarakaupa, en hann átti sér draum um stórútgerð við íslandsstrendur. Barónsstígur er í dag, skemmtileg gata, sem vert er að skoða. Hér er smá sýnishorn af byggingum við götuna.

Fuglahús við Barónsstíg
Sundhöllin, fyrsta alvöru sundlaugin í Reykjavík, byggð árið 1937, Guðjón Samúelsson hannaði bygginguna
Heilsuverndarstöðin, vígð árið 1957, og hönnuð af Einari Sveinssyni og Gunnari H. Ólafssyni. Í dag er meðal annars Landlæknisembættið til húsa í byggingunni.
Austurbæjarskóli, sem var vígður árið 1930, en Sigurður Guðmundsson teiknaði bygginguna. Austurbæjarskóli er fyrsta byggingin í Reykjavík sem er hitað upp með hitaveituvatni

Reykjavík 26/05/2022  06:56 – 08:06 : RX1R II : 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0