Í skugganum, er ljósmyndasýning sem stendur fram á haust í Þjóðminjasafninu. Sýninging varpar ljósi á konur sem voru frumkvöðlar í ljósmyndun á Íslandi, Færeyjum og í Danmörku á síðari hluta 19. aldarÞjóðminjasafn Íslands er eitt að lykilstofnunum landsins, þar sem gersemar frá fortíð til nútíðar eiga sér heimili. Þjóðminjasafnið var stofnað árið 1863 og hét þá Forngripasafnið, og var Sigurður Guðmundsson (1833-1874) málari, aðalhvatamaður að stofnun safnsins. Fyrstu árin var safnið til húsa á lofti Dómkirkjunnar, síðan var það flutt í fangelsið á Skólavörðustíg þar sem safnið var lengi til húsa, áður en það flutti í Landsbankahúsið í Austurstræti. Þaðan fór það á efstu hæðina í Safnahúsinu á Hverfisgötu. Þjóðin gaf sér síðan sér byggingu í tilefni sjálfstæðisins árið 1944, sem opnaði fyrir almenning árið 1950 á Suðurgötunni, og hefur verið þar allar götur síðar. Þjóðminjasafn íslands er miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum á Íslandi.
Reykjavík 27/05/2022 11:14 – 12:44 : A7R IV : FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson