Hér er bás Vónin frá Færeyjum, en þeir eru eitt öflugasta fyrirtæki í heimi í þróun og framleiðslu á fiskeldisbúnaði og veiðarfærum.

Útvegur í útrás

IceFish sjávarútvegssýningin er nú í Smáranum, Kópavogi og stendur frá 8. – 10. júní. Sýnendur og gestir frá öllum heiminum koma þarna saman og kynna það nýjasta og áhugaverðasta sem tengist sjávarútvegi. Sýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur verið haldin á þriggja ára fresti, þar til nú. En fimm ár eru síðan síðasta sýning var haldin, en henni hefur verið frestað í tvígang vegna Covid-19. Í setningarræðu sýningarinnar sagði Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri sjávar- og landbúnaðarráðuneytisins að bjart væri framundan í íslenskum sjávarútvegi, og að verðmæti greinarinnar gæti tvöfaldast á næsta áratug. „Náin samvinna á sviði fiskveiða og fiskvinnslu hefur gert íslenskum fyrirtækjum kleift að þróa tæknina og þekkinguna sem þarf til að efla samkeppnishæfni greinarinnar. Þau starfa án afláts að því að auka verðmæti í greininni og bæta nýtinguna í bláa hagkerfinu.”

Héðinn er eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi, og er 100 ára í ár, og sinnir þjónustu við fyrirtæki í sjávarútvegi ekki bara hér heldur líka út um allan heim.
Héðin sá meðal annars um uppsetningu á búnaði í einu af allra bestu og flottustu togurum í heimi, Ilivileq, frá Qaqortoq á Grænlandi
Sýnendur frá 25 löndum taka þátt í sýningunni í Smáranum í Kópavogi

Kópavogur 08/06/2022  11:14 – 12:18 : A7R III : FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0